Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 18
JOKULL JAKOBSSON Nokkrir punktar um siðvæðingu „T1 /Teðal áhorfenda í Róm (að sið- _Lt_L væðingarkvikmyndinni „Há- mark lífsins“) var fremsta hefðarfrú Rómaborgar, prinsessa Isabella Col- onna, prins og prinsessa Castelbarco, prins Barberini, prins Bourbon, greif- inn af Esterhazy og markgreifinn de la Gandera. Auk þess fjöldi þing- manna og senatora, fj ármálaráðherr- ann og háttsettir herforingjar ...“ Þessi glefsa er tekin af handahófi úr fréttablaðinu MRA Informasjon 17. júní 1961 og er ágætt dæmi um það snobberí sem einkennir siðvæð- ingarfólk og allt þeirra stúss. Þeim er mjög í mun að vinna á sitt band topp- fígúrur af ýmsu tæi, framámenn og valdamenn í þjóðfélaginu, nafntogað- ar persónur í heimi stjórnmála og hernaðar, fólk í lykilstöðum. Þeir fara sér hægar að frelsa gamlar gleði- konur og fákunnandi fiskimenn. Enda hefur Moral Re-Armament stundum verið nefnt Hj álpræðisher fína fólks- ins. Sagan sem sögð er um upphaf hreyfingarinnar minnir á Móse á Sinaífjalli og Múhameð í auðninni. Dr. Frank Buchman var á gangi í Svörtuskógum í Þýzkalandi þegar Guð hóf rödd sína og talaði til hans. M. a. er haft eftir Guði á þeirri stundu: „Næsta volduga hreyfingin verður siðferðisleg og andleg endur- hervæðing allra þjóða um víða ver- öld.“ Einn helzti postuli Buchmans er fyrrverandi blaðamaður Beaver- brook-pressunnar, Peter Howard. í testamenti hreyfingarinnar, „Remak- ing Men“ kemst hann þannig að orði: „Buchman trúir því að eina fólkið með viti í vitfirrtum heimi, sé það sem Guð leiðir; að rétt, nákvæm og tæmandi skilaboð geti borizt frá Guði til manns. Hann trúir því ennfremur að hvorki einstaldingar né þjóðir geti lifað eðlilegu lífi nema hlýða leiðsögn Guðs.“ Siðvæðingarmenn draga enga dul á það að þeir stefni að því að um- breyta öllum þjóðum, leggja undir sig heiminn. Þó ekki með vopnavaldi, heldur með því að „breyta fólki — óvinum okkar jafnt sem vinum okk- ar“. Peter Howard hefur ritað ýtar- legar leiðbeiningar um hvernig skuli 208

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.