Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ing fyrir hann, en jafnframt gat þar að líta myndir af geysi-víðáttumikl- um og blómlegum kornökrum og stór- stígum efnahagslegum framförum sem ekki urðu til að varpa rýrð á Rússland. Hvert liggur leið þín, Ind- land?“ spyr Ole Björn Kraft með spá- mannlegum þyngslum fyrir brjósti. Og hann heldur áfram: „Baráttan um Indland verður háð um sál Ind- lands, hvort sem vesturveldin vilja nú viðurkenna þá staðreynd, hún hefur úrslitaþýðingu. Efnahagsleg aðstoð dugir ekki. Guðlaus kommúnismi mun bera sigurorð af guðlausum kapítalisma. Hann stendur Indverj- um að mörgu leyti nær hjarta ... En heimsókn Siðvæðingarinnar hefur að mínu áliti orðið til þess að Indverjar sjá nú Vesturveldin í öðru — og heppilegra ljósi.“ Þannig er ljóst hver er hin eigin- lega stefna siðvæðingarmanna. Hún á lítið sem ekkert skylt við þá dýrðar- gloríu og engilsásjónu sem MRA- mönnum er svo tamt að skreyta sig með. Því síður þjónar hún þeim göf- uga tilgangi sem sumir áhangendur Buchmans höfðu í fyrstu hrifizt af. Moral Re-Armament-hreyfingin er beint áframhald af svonefndri Ox- ford-hreyfingu. Norðmaðurinn Sverre Norborg ritar eftirfarandi lýs- ingu á hreyfingunni í bók sinni „En eiendommelig Verdensvekkelse“ sem kom út í Osló árið 1934: „Hún (þ. e. Oxford-hreyfingin) rekur enga auglýsingastarfsemi og er ekki skipulögð, hún byggist ekki á ofsa né stórorðum alþjóðaráðstefn- um og er ekki rekin eftir neinni áætl- un (program). Hún er ekkert annað en tilraun til að flytja kristindóm Nýja testamentisins inn í líf einstakl- inga svo öll breytni manna mótist af honum.“ Þeir sem sótt hafa þaulskipulagðar ráðstefnur siðvæðingarmanna í Caux og Mackinac-eyju, kýlt vömbina á dýrindiskrásum og kræsingum og orðið fyrir barðinu á linnulausum á- róðri gestgjafanna, hafa lítið orðið varir við þennan kristindóm Nýja testamentisins. Skrumauglýsingar, básúnublástur og áróðursherferðir erindreka um víða veröld er auðvitað ekki liður í neinskonar „prógrammi". Það má segja að aðeins eitt atriðið í lýsingu Norborgs fái staðizt: hreyf- ingin er ekki „skipulögð" í vanaleg- um skilningi. Félagaskrá er ekki til, sjálfir segjast höfuðpaurarnir ekki hafa hugmynd um hversu margir séu í félagsskapnum, stjórn er ekki kjörin né tilnefnd, bókhald fyrirfinnst vita- skuld ekki, nema ef vera kynni á himnum. Buchman og nánustu vinir hans voru einráðir og stjómuðu öllu með sérstökum tilskipunum sem fengnar voru beint frá „Guði“. Þeim nægði að setjast niður hljóða morg- unstund með blað og blýant og áður en varði var boðskapurinn kominn á pappír. Enginn fylgismannanna 214

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.