Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 25
NOKKRIR PUNKTAR UM SIÐVÆÐINGU dirfðist að bera brigður á skipun for- ingjanna. Þeir eru óhultir um völd sín því þeir eru ekki kosnir til starfa sinna, þurfa engum að gera reiknings- skil. Fas og starfsemi siðvæðingar- manna einkennist af furðulegu sam- blandi barnalegrar einfeldni og dul- búins hroka. Eins og títt er um „frelsaðar sálir“ eru þeir ágengir og óprúttnir úr hófi, hafa í frammi blíð- mæli og hótanir á víxl. Það er engin smávegis þrekraun að lenda í siðvæð- ingarmanni sem er staðráðinn í að „breyta“ manni. Munurinn er aðeins sá að þeir hóta ekki eldslogum helvít- is heldur áþján sósíalismans. Þar á móti bregða þeir upp mynd af sinni jarðnesku paradís, sem er einhvers- konar kynlaus og náttúrulaus hænsna- garður, þar sem allir eru steyptir í sama mót og mannlegt eðli þurrkað burt en vél kapítalismans fær að mala óáreitt. Það er engin furða þótt gaml- ir nazistar eins og Theodor Ober- lander séu valdir í fremstu skrúðfylk- ingu slíkra manna. Frank Buchman fór aldrei leynt með dálæti sitt á naz- istum og var í miklu vinfengi við Hitler og klíku hans. Af þeim sökum neyddist hann m. a. til að breyta nafni hreyfingarinnar þegar í óefni var komið fyrir Þriðja ríkinu. Siðvæðingarpostular hafa allmjög haft sig í frammi hér á Norðurlönd- um og má það segja flestum íhalds- blöðum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs til hróss að þau hafa reynt að fletta ofan af hræsni og yfirdrepskap þessara ofstækismanna og leitt lesend- ur í allan sannleika um aðferðir þeirra. Hér á íslandi hafa siðvæðing- armenn höggvið strandhögg með aumlegum árangri þrátt fyrir það að málgögn hægri manna hafi veitt þeim allt það lið er þau máttu. Það var kannski ekkert rugl á Buchman gamla er hann mælti andlátsorðin á síðasta ári: „Bjargið íslandi.“ Leiðrétting í ritstjómargr. bls. 199, 2.1. að neðan, hefur misritazt Petit-Parisien fyrir Parisien libéré. 215

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.