Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 30
ÁSGEIR SVANBERGSSON VERULEIKI Fögur er döggin á sólmorgni sumars. En sviti á óhreinu enni þínu er Ijóð allra dœgra. Fagurt er kvöldið sem byggir sér borgir út við strönd. Fegri er hönd þess sem vann með haka og skóflu í allan dag. Fögur er sólin á vœngjum úr gulli á vesturleið. Hún er úthellt blóð bróður míns í fjarlœgu landi. Fagur er söngur þinn ó, fugl, um ástina. En orð lýðsins, þrumurödd þúsundanna, eru þjóðsöngur okkar á langri leið. ÞJÓÐSAGA Risafugl, hreistraður, með stálklœr og öngulnef liggur í dyngju á gullnu eggi. Nef sitt brýnir hann við fagra sylgju í dyngju. 220

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.