Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 31
ÞJÓÐSAGA Þar eru nú öll djásn móður minnar ungrar ötuð driti og leifum mannfuglsins. Hann tók frá mér litlu sólskinsstúlkuna hrifsaði hana í eitraðar klœrnar og flaug í hamra. Sá sem klífur bergið á berum fótum og höndum og brýtur gullið fœr állt ríkið og sólskinsstúlkuna í sigurlaun. SKURÐGRAFAN Þú sem ert af kyni trölldýra vertu velkomin í garð. Skrifaðu nafn þitt í gestabók mýrarinnar þú landnámsmaður á fyrstu síðu. Þú ert skírð við skapandi afl slegin við aldaglóð á steðja brauðþarfar. Ljúktu upp gullkistunni sem allra fyrst. Þú berst í fremstu víglínu við laushent auðnaröfl. Þú ert sigrandi borin í sigurkufli komdu heil og sœl. 221

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.