Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR brauðdiskinn líka. Það er nóg fyrir kaffinu, brauð er of mikill munaður. Stúlkan grípur bollann með annarri hendi — nei, það er ekki hægt — hún verður að nota báðar. Hann er vissulega ekki svona þungur, en hendurnar skjálfa. Og meðan þjónninn virðir tortryggnislega fyrir sér þennan hinn aum- asta allra gesta, tæmir hún bollann í einum, löngum teyg, setur hann frá sér, stendur upp, fer — Og aftur fer þama fram svolítið sjónarspil, vanalegt eða óvanalegt. Maríu- myndin linast ofurlítið í stjarfa sínum, gimsteinumprýdda höndin tekur köku- diskinn, sinn eigin ó, svo ríkmannlega kökudisk! — og réttir að stúlkunni. Brosið verður bjartara, hlýrra, meira aðlaðandi. Hún segir líka nokkur orð, vingjarnleg, hughreystandi. Hún þokar sér til, býður sæti — En allt þetta hefur önnur áhrif en búast má við. Stúlkan sem hefur stanzað eina sekúndu í sömu sporum og látið heillast af ríkidæmi kökudisksins nokkr- ar sekúndur í viðbót lítur nú af steingneistandi hendinni uppá fleginn barm- inn, á dísætt, rauðmálað brosið, gljáandi augun. Og allt í einu fer um hana hrollur, hún skelfur frá hvirfli til ilja, fer. Grípur til fótanna — ef hún er þá svo hress að geta gripið til fótanna. Þjónninn ypptir öxlum. Frú Grossman setur kökuskálina hægt á sinn stað, fer aftur að strjúka kettinum, stirðnar upp og verður að mynd útvið auðan vegg helgidómsins. Meðan þessu fór fram hefur gatan fengið sinn rétta, biksvarta nætursvip, sumsstaðar flekkaðan af ofurlitlum gráma. Ljóskerin á Hótel Flore blika yfir nafnskiltinu, yfir gapandi portinu, yfir hálfupplyftu andliti Ingiríðar. Ingi- ríður Hversemveraskal, Ingiríður Engin, stúlkan sem ekki þáði köku af frú Grossman. Ingiríður sveimar úr myrkrinu í annað myrkur. Hin vonlausa, stefnulausa, viljalausa ganga um villigötur völundarhússins er hafin á ný. Þetta er ekki göngulag manneskju, þetta er seinagangs hrakningur rekalds á dimmu vatni. Stúlkan sem hallar aftur höfðinu af þreytu er eins og hún sé drukknuð. Þegar bjarmi fellur á andlitið frá einhverju Ijóskerinu eða upp- ljómuðum glugga, sést varla nokkurt lífsmark með því. Augun eru hálflokuð, munnurinn hálfopinn. Stundum skýtur upp öðru höfði rétt hjá andliti stúlk- unnar, einhver af skuggum götunnar sem leitar eftir félagsskap við sinn lika. Fær ekki svar, ekki augnatillit, enginn andlitsdráttur hreyfist. Hverfur aftur í myrkrið. Og rekaldið sveimar áfram um hringlaga, S-laga og allavega óreglu- lega rangala völundarhússins. Sem sagt — aðeins ein mjó gata og bein liggur þangað sem völundarhúsið 224
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.