Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 37
VÖLUNDARHÚSIÐ hvernig svona fallegur og bjartur gluggi getur allt í einu hætt að skína. Nú kemur herra þjónninn, virðulegur og góður eins og ölmusugjafara sæmir. Hann réttir henni peninginn og bendir á gluggann til skýringar. Sennilega segir hann henni líka, að hún eigi að sýna þakklæti sitt með því að hafa sig í burtu sem skjótast. Og hún hlýðir. En allt í einu stanzar hún, snýr sér við. Bogalampinn yfir höfði hennar skín beint framan í andlitið þar sem síðustu leifarnar af þrjózku og sársauka, stolti og reiði blossa upp. Betlistúlkan fleygir peningnum. Svo dregur úr henni allan mátt, og hún verður viljalaust rekald eins og áður. Ungi maðurinn, hressilegi og góðgerðasami, sem heldur að hann hafi þurrk- að stúlkuandlitið úr minni sínu með því að draga fyrir gluggann og keypt sér frið þetta kvöld eins og önnur, hann er nú aftur setztur við bridgeborðið, þeg- ar þjónninn kemur inn og skýrir honum hálf feimnislega frá erindislokum. En hvað um það? Þetta var eitthvað alveg sérstakt, kannski jafnvel ofurlítið óþægilegt — að hafa sært betlistúlku sem ekki var eða vildi ekki vera betli- stúlka. En hvað um það? Spilið getur haldið áfram. En það er einmitt þetta sem það getur ekki. Að minnsta kosti getur ungi, viðkvæmi herrann ekki haldið áfram. Þetta rólega, áhyggjulausa kvöld er kirfilega búið að vera. Hver var hún? Hvaðan kom hún? Hvers vegna stóð hún einmitt hér? Og hvers vegna þurfti einmitt ég? Hvers leitaði hún, hvað hugsaði og vildi hún? Og umfram allt — hvert fer hún nú? Hvað bíður henn- ar nú? Eitthvað voðalegt kannski, og eitthvað sem ég hefði getað afstýrt! Svona hugsunum er tiltölulega auðvelt að vísa á bug — oftastnær. Þó ekki alltaf. Fyrir kemur, að snjókúlan vex svo ört og verður að skriðu, að skyn- semin fær ekkert tóm til að byggja sinn vamargarð. Svo fór hér. Fyrstu mín- útuna friðar ungi herrann sig með því að yppta öxlum, þá næstu er hann strax orðinn vonlaus rati í spilunum — og að fimm mínútum liðnum gefst hann upp. Hann yfirgefur sína óaðfinnanlegu félaga sem brosa og umbera þetta. Því sérvizka að vissu marki telst ekki brot á góðum sið. Ungi maðurinn er nú samt sem áður kominn svo langt burt frá öllu vel- sæmi, að hann spyr strax þann fyrsta sem hann hittir á götunni eftir undar- legu stúlkunni. Spyr með vaxandi óró. Og á endanum getur lögregluþjónn sem vitaskuld hefur haft gildar embættisástæður til að fylgjast með ferðum flækingsstúlkunnar gefið upplýsingar. Leitandinn kemst á sporið og finnur innan skamms þá sem hann leitar að, já, hnýtur næstum um hana. Hún hefur vikið inn í skuggalega hliðargötu, setzt á gangstéttarbrúnina, orkar ekki meir. 227
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.