Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Á naumast mátt í sér til að sýna undrun, hvað þá nokkurn mótþróa, þegar ungi maðurinn kallar á leiguvagn og hjálpar henni uppí. Hann spyr, hvar hún eigi heima? Hvergi. Engan samastað? Nei. Hvert á hann að fara með hana? Á þessum tíma sólarhrings er ekki um margt að velja. Ungi maðurinn sem heitir Axel og ekki þarf að greina með ættarnafni — hann er, hvað sem öðru líður, af sómaættinni Nokkur — hann á auðvitað heimili. Mjög fallegt gargonniére, og þótt herbergin þar séu engan veginn sérlega íburðarmikil, hljóta þau samt að líta út eins og fínustu stáss- stofur í augum vesalings sem þangað kemur úr híbýlaþrengslunum í völundar- húsinu. Svo dýrir og fínir og fallegir munir hljóta að vekja undrun og aðdáun hjá hálfdauðri manneskju. Þeir vekja líka áhuga Ingiríðar. Hún situr á legu- bekknum í vinnustofu Axels með kodda við bakið og horfir stóreygð á dýrð- ina, að vísu gegnum þokublæju þreytunnar og þessa óskiljanlega ævintýris. Áhugi hennar vekur annan áhuga í ætt við tortryggni hjá gamla húsþjóninum sem sýslar í stofunni, önnum kafinn og áhyggjufullur. Brátt sendir þó ungi herrann hann út eftir hressingu handa stúlkunni. Svo eru þau þá alein saman, hvorki meira alein eða minna alein en fyrr um kvöldið, þegar glerveggur skildi þau að. Axel tekur af henni hattinn og hjálpar henni úr tötralegu, litlu kápunni. Og hann gerir meira, hann krýpur niður og leysir af henni skóna. Hún gerir enga tilraun til að hindra hann, hún lætur allt fara sem verða vill í þessum ævintýralega draumi. Og spurningum hans svarar hún ekki öðru en hrista höfuðið og brosa veikt. Hann tekur kuldabláar hend- ur hennar í sínar og vermir þær. Og allt í einu eru þau ennþá meira alein saman en rétt áðan. Stórborgin hefur hætt að vera til, líka völundarhúsið dimma, klúbburinn óaðfinnanlegi, jafnvel þessi fallegá stofa. Og sá ósýnilegi, en kristalsharði glerveggur sem skilur sundur tvo heima, hann hefur allt í einu brostið, sundrazt í þúsund mola, og hvorugt þeirra hefur heyrt svo mikið sem óm af brothljóðinu. Þau horfa hvort á annað. Og þegar hún dregur til sín hendurnar sem hann hefur haldið í sínum, þá er það aðeins vegna þess, að hún þarf endilega að snerta höfuð hans, hárið, ennið, gætilega, næstum hrædd, eins og barn sem snertir í fyrsta skiptið dásamlega og óvænta gjöf. Stund sem mælist í sekúndum. Brátt koma dýrindis húsmunir þessarar ríkis- mannsstofu aftur í ljós, veggirnir rísa á ný, stórborgin gerir vart við sig og flóttastúlkan frá völdundarhúsinu finnur aftur til einstæðingsskapar síns. Þjónninn setur fyrir hana bakka, og það hvernig hún hámar í sig matinn sýnir svo ekki verður um villzt, hvílíkt djúp er staðfest--Það er ekki 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.