Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í Herrans nafni og fjörutíu, hann verður aS gera eins og karlinn vill! Hálf- gramur og hálfhlæjandi hrifsar hann til sín kippuna. Ef hér á að fara að setja eitthvað undir lás og slá, þá skal það ekki vera neitt skjálfhent gamalmenni sem gerir það. Og herra Axel læðist á tánum að stofudyrunum, stanzar og hlustar, hlustar lengi og á nálum eins og hann sjálfur sé þjófurinn. Kannski er hann það líka — kominn til að stela frá sj álfum sér. Stúlkan frá völundarhúsinu er ekki sofnuð. Hvaða þreyta hefði svo fljótt getað sigrazt á umhugsun um dásamlegasta ævintýri í heimi? Ævintýri sem í verðandi sinni er jafn óútreiknanlegt og duttlungafullt og atburðarás í draumi. Naumast getur hún trúað því — og þaðan af síður óskað þess — að heil nótt líði, án þess að nokkuð nýtt og dásamlegt komi fyrir. Og svo kemur nokkuð nýtt og dásamlegt fyrir. Dyrnar opnast hægt, og prinsinn í ævintýrinu stígur inn. Var við öðru að búast? Hann læðist að hvílu hennar og lýtur niður að henni — var við öðru að búast? Hún bíður með lokuð augun. Hún heyrir að hann læðist aftur burtu, hún heyrir hringla í lyklum, smella í lásum, skúffur dregnar fram — Þetta skilur hún ekki. Hún opnar augun, lyftir höfðinu örlítið. Hún sér hann bauka eitthvað við skrifborðið, tína saman hitt og þetta, setja í skúffu, læsa. Hann læðist frá skúffu til skúffu, frá skápi til skáps, á tánum, flóttalegur eins og þjófur. Og hún skilur, og hún skilur, og hún skilur. Var við öðru að búast? Hann er farinn, og hún sezt upp. Með miklu írafári klæðir hún sig í skóna, fleygir kápunni yfir axlirnar. Svo hnígur hún saman, situr nokkrar sekúndur magnþrota, hallar höfðinu aftur og starir hálfluktum augum á daufa ljóstýr- una. Þjónninn, sá klóki og húsbóndaholli, er að enda við að loka útihurðinni með slagbrandi, þegar hún kemur fram í forstofuna. Hafi hann áður viljað læsa, þá verður hann nú að opna, ofurlítið hissa að vísu, en engan veginn neitt hryggur. Bara að húsbóndinn komi nú ekki — Hann kemur. Ekki á síðasta augnabliki — heldur augnablikinu sem fer næst á eftir því síðasta. Samt kemur hann nógu snemma til að standa í vegi fyrir henni, leggja höndina á hurðarhúninn. Þarna sem hann stendur, er hann óneitanlega mjög fríður og föngulegur ungur maður, sviphreinn, góðlegur og — einmitt þessa stundina — fastur fyrir og ákveðinn. Hann ætti að geta skýrt 230

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.