Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR henni. Jú, frú Grossman gerir það. En allt í einu vekur hún eftirtekt allra með því að reka upp skellihlátur. Og samkvæmið þarna inni sem hefur reyndar mjög næmt eyra fyrir því, hvað er passandi og ópassandi hlátur, þykkist við og hneykslast. Því það er á sinn hátt vel siðað, og svona hlátur er engin lítils- háttar sérvizka. Samkvæmið fer þess á leit, að þessari hlæjandi stúlku sé vísað út. Þá stendur maríumyndin upp og tekur hana undir sinn vemdarvæng. Hún fer og sezt við borðið hjá henni, pantar þangað vín, huggar og sefar. Einn af herrunum kemur og sezt hj á þeim. Hann hlýtur að hafa orðið eitthvað hug- fanginn af andliti hennar eða vaxtarlagi, því skemmtileg borðdama er hún ekki. Hann fær að vísu að þrýsta á henni handlegginn í mesta sakleysi og taka um herðar henni. En hún svarar aðeins einsatkvæðisorðum — ef hún þá svar- ar nokkru. Og hún starir án afláts út í gluggann, á þann hátt sem hann kann ekki við, svo hann tekur um höfuð henni og þvingar hana vægilega. En úti á götunni og einmitt fyrir framan þennan glugga stendur ungur mað- ur í mjög glæsilegri og mjög óaöfinnanlegri kvöldkápu sem hann hefur kastaö yfir axlimar. Hann hefur staðiö þarna góða stund og virt fyrir sér þennan ókunna heim innan við rúðuna. Nú færir hann sig nær. Eitt andartak. Svo ypptir hann öxlum, snýr við og hverfur út í myrkrið. Á götum og torgum stórborgarinnar skartar litsterk auglýsing, hnyttileg teikning: kona eins og menn hafa ávallt hugsað sér léttúðardrósir, herra í kjól- fötum með grímu fyrir yfirandlitinu. Alkunnar manngerðir. Leikbrúður. Hún er einmitt að bjóða honum vangann. Það hnyttilega í myndinni er, að þegar ástríðublint mannfíflið býst við fyrsta kossinum, laumast kvensan til að hrifsa til sín peningaveski hans. Þarna er veriÖ að auglýsa allsherjar grímuball, impressj ónískur glæsileiki og þó einfalt og stílfært, litsterkt, djarft, óviðjafnanlegt. Skaði að hausinn á götusalanum gægist stundum fram fyrir auglýsinga- spjaldið og verður þá eins og skítaklessa á þessari glaðlegu og fallegu mynd. Sóðalegt, þrútið, sljótt og óviðkunnanlegt andlit, andlit frá völundarhúsinu. En auglýsingin sjálf er skemmtileg. — Sjáið bara þessa lostugu ketti sem strjúka sér áfjáðir uppvið duflandi hjónaleysin! Og við fætur þeirra, aðeins nokkra þumlunga frá kattarklónum, fáeinar rottur — ó, svo hvítir og silki- mjúkir kettir, svo ástríðublíðir, gleymnir og áhyggjulausir! Kettirnir þarna minna á kattarvininn mikla, frú Grossman. Hún situr með fullt fangið af þessum elskuðu, mjúku dýrum; þeir nudda sér utaní gráan 232
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.