Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 45
VÖLUNDARHÚSIÐ langt! Þá kemst ekki þúsundþjalasmiðurinn hjá því að bera fram kvörtun, og við hvern á hann að kvarta, ef ekki matrónu hússins. Sem sagt, hinn móSgaSi listamaSur gengur inn til frú, Grossman sem nú er ein meS köttum sínum. HurSinni er læst á eftir honum. Þarna stendur litli maSurinn, snýr lófunum fram í furSu og uppgjöf, lyftir háttmjóum öxlunum, togiS andlitiS ennþá tognara af réttmætri gremju. Þarna situr frú Grossman, stillt og hræringarlaus enn sem komiS er í undrun sinni og reiSi, en meS æ hörkulegri glampa í augunum, brosiS æ beiskara, þving- aSra. Og á milli þeirra og allt í kring um þau reisa kettirnir tepruleg gesta- spjót. Og í herberginu viS hliSina? Ef maSur gægist innum skráargatiS, þá sér maSur fyrst nákvæmlega ekki neitt. Stúlkan hefur víst gert ráS fyrir forvitni litla mannsins og slökkt ljósiS. Og þó, brátt getur hann gefiS frú Grossman upplýsingar. Hann sér vangasvip hennar bera við gluggann. Greinilega og í smáatriðum getur hann ekki fylgzt meS því, hvaS hún aðhefst, sér þó aS hún er aS klæSa sig, klæðir sig í flýti, í mjög miklum flýti. Og ekki veitir víst af, því nú kemur herrann hennar aS sækja hana. ÞaS er snyrtilegur og geðfelldur ungur maður, mjög óaðfinnanlegur, kannski einn af spilafélögum herra Axels kvöldið góða, kannski líka einhver annar — hver þekkir eitt krækiber frá öðru? En nú er stundvísi eitt af því sem þessi ungi maður hefur vanið sig á og á heimtingu á; hann situr með úrið í hendinni, og það er ofboð fýldur herra sem bíður IngiríSar, þegar hún seint um síðir stígur fram úr myrkri herbergis síns, í dyragættinni stendur hún sjálf eins og myrkur í svartri hettukápu sem nær frá hvirfli niður á tær, glæsilegri hettukápu auðvitað, silkigljáandi, en nógu skuggalegri samt. Gerir ekkert til! Augu hennar brosa, varir hennar brosa, líkaminn inni í þessum skuggalega hjúpi virðist allur á iði af kjötkveðjugalsa. Ungi maðurinn hýrnar, hún kemur til hans dansandi, lýtur niður að honum, leggur handlegginn um hálsinn á honum, vanga að vanga. Nokkur augnablik eru þau samskonar par að sjá og hjónaleysin á auglýsingunni. Og til þess að setja kommuna yfir i-ið, og af því það er svo dæmalaust mikill galsi í henni og til þess að gera þúsundþjalasmiðinn og frú Grossman alveg frá sér numin af hrifningu, þá leikur hún sama prakkarastrikið og sýnt er á auglýsingunni, hrifsar einhvern hlut úr vasa unga mannsins sem einskis gáir og felur hann með undraverðri leikni í fellingum svörtu hettukápunnar. Auglýsingin hnyttilega blasir við í umgerð úr hundruð skínandi ljósaper- 235
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.