Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann hefur fundið hana aftur! Óraunveruleiki, draumur! En gáskafullur veruleiki álfheima gægist óðara fram, gægist fram úr rökkri gangstíganna í glettnislegum, skælbrosandi grímum með augu sem skína af forvitni. Ur öllumi áttum þyrpist að þeim marglit ringulreið grímuballsins, gleipir þau, þrífur þau með í nýbyrjaðan hringdans — Sem stanzar allt í einu. Sigurverkið truflast — Herramaður einn sem í mikilfenglegum virðuleik og stjarfa jafnast á við sjálfa frú Grossman hefur gengið í leikinn, troðið sér með hægð fram til betli- stúlkunnar. Hann kemur við handlegginn á henni. Areiðanlega á hann ekki heitari ósk en þá, að það sem nú þarf að gerast veki sem minnsta athygli. Hann ætlar svo lítið ber á að fjarlægja óheppilega manneskju, manneskju sem spill- ir veizlugleðinni, manneskju sem viss taugaóstyrkur, gramur og gáttaður ungur maður hefur bent honum á. En hinar prúðmannlegu ráðagerðir hans stranda ónotalega á unga, skap- heita manninum sem nú er herra betlistúlkunnar. Og á meðan hún stendur þarna fullkomlega ósnortin að því er bezt verður séð og á meðan ástargyðjur og vatnadísir og púkar og skógarguðir hörfa undan og skilja þau eftir þrjú í víðum hring, stúlkuna, unga manninn og virðulega herramanninn, þá talar ungi maðurinn máli stúlkunnar af þrótti sem smámsaman vex og verður að reiði. Og hefur hann ekki ástæðu til að gera það? Hefur hann ekki ástæðu til að trúa í blindni á sakleysi hennar? Man hann ekki nóttina, þegar hann féll í þá freistni að tortryggja? Og hve mörgum sinnum, hve sárt og hve innilega hefur hann ekki iðrazt? Hinar lempnu ráðagerðir virðulega herramannsins fara út um þúfur, það verður hneyksli. Axel tekur svari skjólstæðings síns, leggur heiður sinn að veði, tekur á sig alla ábyrgð. Hann er ríkur, hágöfugur ungur maður, hann er af hinni velkunnu ætt Nokkur. Þegar þannig stendur á, er óhugsandi að sá mikilfenglegi herramaður vilji bæta gráu ofan á svart með því að tortryggja hann líka. Grímurnar sem hörfað hafa inn í hliðarstígana verða vitni að því — þar sem þær standa á gægjum — hvernig sá mikilfenglegi undirbýr upp- gjöf sína með nánast guðrækilegri axlayppingu, hvemig tortryggni unga mannsins breytist hægt í undrun og undrunin í orðlausa fyrirlitningu, hvernig sú tortryggða og verndari hennar, jafn lömuð af dúnalogninu núna og storm- inum áður, reika hægt út á aðalstíginn, hverfa inn í rökkrið. Þama inni í rökkrinu færist allt í einu nýtt líf í svefngöngustjarfa líkami 238
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.