Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það er fallegur og fínlegur hlutur sem hefur legið í hulstrinu, lítil skamm- byssa, mest til skrauts, að því er bezt verður séð, leikfang, en þó trúlega ekki með öllu hættulaus. Nú skín hún milli fingranna á Ingiríði. Hún rannsakar hana af forvitni: hún er hlaðin, það sér hún. Hún ýtir líka undir gikkinn, obboð lítið. Svo brosir hún við leikfanginu, stingur því í barminn, brosir við sjálfri sér í speglinum. Ef ungi maðurinn í þungu þönkunum sæi þá spegilmynd, ætti hann bágt með að þekkja þar aftur sinn hvinnska gest. Hún er svosem ekki nein betli- stúlka lengur, miklu fremur lítil greifynja í fínlegasta rókókóstíl, svo indæl að allri sköpun, að ekki einu sinni þúsundþjalasmiðurinn hefði þurft að skamm- ast sín fyrir hana, sönn prýði á hvaða grímuballi sem vera skal. Og ákafinn og fjörið í henni, og hvað henni liggur á! Hingað fljótt með kápuna,*frú Gross- man, og hvar er bíllinn, herra dansherra? Er hún hrædd um að ljósadýrð grímuballsins slokkni áður en hún kemst þangað til að dansa, til að láta dást að sér, hlæja — hlæja lyst sína? Eða trúir hún kannski á nýja samfundi — sem hún getur aftur látið fara að sinni vild og eftir duttlungum síns óstýriláta hjarta? Samfundir urðu það vissulega. Bíllinn strýkst á fleygiferð framhjá ungum manni sem hraðar sér þvert yfir torgið. En hvorki sér hún hann, né hann hana. Hann gengur í áttina til völundarhússins: óróleikinn rekur hann áfram, af enn- þá meira miskunnarleysi, vegna þess að hann veit ekki alminlega, hvar hann á að leita. Það eina sem hann hefur til að reiða sig á er hótelið með fína nafn- inu, aðsetursstaður frú Grossman. Svo hann leggur leið sína þangað um rang- ala völundarhússins, gengur inn í kaffistofuna sem er ennþá eyðilegri en vant er, ekki einu sinni frú Grossman til að prýða vegginn fyrir endanum. Aðeins einn gestur er þarna inni, stúlka — og fyrst, þegar hann sér hana, hrekkur hann við. Það er ekki sú sem hann er að leita að, en gæti verið tvíburasystir hennar. Og þó svipar þeim saman aðeins í einu, en það svipmót er líka alls- ráðandi: neyð. Nú kemur þjónninn, ungi maðurinn krefst upplýsinga og er bent með ólund á dyr þar sem gengið er inn í innri salarkynni hótelsins. Hann fer upp stiga og stendur augliti til auglitis við frú Grossman. Og þær upplýsingar sem hann vill fá eru látnar í té með svo blíðu brosi, að veikt endurskin af því leikur um varir hans sj álfs. Farin aftur á grímuballið! Heilabrot hans, óróleiki, hryllisýnir höfðu verið út í bláinn. Frú Grossman sýnir honum herbergi stúlkunnar, og svo sannar- lega vitnar hér allt um þann glaða asa sem er undanfari þess, að fólk bregði 242

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.