Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á litla krakkaskammbyssu í hendi hennar, fara þokkagyðjurnar að hljóða af uppgerðar hræðslu. Og litla greifynjan vaknar, hlær, vaknar til þátttöku í ósviknu kjötkveðjuglensi. Hún lyftir skammbyssunni, miðar á Ij ósahj álminn í loftinu inni í draugaherberginu. Og glugginn sem skein svo fagurt langt inn í völundarhúsið slokknar skyndilega. Hersingin tekur til fótanna, forðar sér inn í völundarhúsið, stanzar til að hlæja lyst sína. Þetta síðasta kjötkveðjugaman, hvellurinn og fljúgandi gler- brotin hafa bersýnilega læknað litlu greifynjuna af öllu þunglyndi. Hún þríf- ur eitt blysið og gengur nú í fararbroddi fyrir þessari kátu hersingu um götur völundarhússins. Fyrir Axel sem nú er orðinn þreyttur á að bíða eftir betlistúlkunni, en ráf- ar samt um í nánd við hótelið, óákveðinn og órólegur, er það vægast sagt ein- kennileg sýn, þessar leifar af dýrlegum veizlufagnaði í svo nöturlegu umhverfi. Og það einkennilegasta, að honum finnst, er trúlega litla rókókógreifynj an sem með ofsalegu fjöri sínu fyllir alla götuna af hlátrum og söng. Hún sveiflar blysinu yfir höfði sér og flöktandi skinið frá því mótar úr myrkrinu hér og þar einn og einn vesælan kropp, eitt og eitt tært andlit með samanbitnum vör- um, þreytt og sljó starandi augu. Ekkert er eðlilegra en ungi maðurinn víki úr vegi fyrir grímuballsskrúð- göngunni. Þeir samfundir sem hann nýverið þráði svo heitt fá allt í einu vafa- samt gildi: hvað sem öðru líður verður að fresta þeim, þangað til hersingin hefur dreifzt. Hann hörfar þess vegna inn í hliðargötuna og tekur sér stöðu við kaffihúsgluggann. Frú Grossman situr á sínum gamla stað við vegginn fyr- ir endanum, og á borðinu stendur hálftæmd kampavínsflaska. Dagurinn — eða nóttin — hefur verið góður, gott og milt bros frú Grossman. Augnaráð henn- ar hvarflar um salinn til þess að gæla aftur og aftur við einmana stúlkuna, innfjálgt og nærgöngult. Þessi vesæla stúlkukind hefur þó að svo komnu hvorki illt né gott af velviljuðum hugsunum frú Grossman. Með höfuðið sveigt afturábak hallar hún sér að veggnum og sefur. Og nú beinast hugsanir og augnaráð frú Grossman í aðra átt. Hersingin frá grímuballinu streymir inn. Greifynjan sem tveir af herrunum bera á herðum sér sveiflar rjúkandi blysi sínu. Þjónninn fær mikið að gera. Bústnum flösk- unum fjölgar stanzlaust, og uppi á borðinu á milli þeirra á rókókógreifynjan að dansa. 244

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.