Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir skilninginn, svo að margt það verður augljóst sem áður var í móðu eða alveg dulið. Auðvelt er að gera línurit til skýringar þessu viðfangsefni. Það verður þá í upphafi eins og dæmið hljóðar, og samrýmist nákvæmlega fyrstu jöfnunum sem ritaðar voru. Þetta línurit sýnir fallandi beitarmörk, grasfall. Það bendir á að þar sem beitin er eydd geti ekkert grasfall orðið, svo að daglegt grasfall hljóti að minnka frá degi til dags, og að beitarmörkin verði aðgreindar bog- línur. Þá verður ljóst að grasfallið seinasta beitardaginn er vel helmingur þess sem það var þann næst seinasta, vel þriðjungur þess sem féll á þriðja degi fyrir beitarþrot, og þannig má áfram rekja. Vel helmingur, vegna þess að kýrnar bíta því stærri reit daglega sem nær dregur beitarþrotum, og því minnkar grasfallið ekki alveg að sama skapi og dögum til beitarloka fækkar. Sé nú sá mismunur látinn koma á móti því sem hlýtur að skorta á fullkomna nýtingu beitarinnar, hvað ekki virðist fjarri sanni, má setja upp auðveldar jöfnur, að sönnu reistar á þessari handahófsmiðlun tveggja ómældra þátta viðfangsefnisins, og þó líklegar til að gefa betri lausnir en aðrar traustari jöfn- ur, sem sleppa þeim ómældu þáttum. Gefum duldum tölum nöfn: x = fjöldi kúnna sem beita má á blettinn óskiptan í 7 daga. y = fóðurmagn á hálfum blettinum við upphaf beitar. v = hlutfallið milli fallins grass og bitins, á bletti sem ein kýr nauðbítur á einum degi. (Þetta hlutfall breytist lítið eitt frá degi til dags. Það er veila í jöfnunum, og því ætti að rita þær með nálgunarmerki í stað jafn- aðarmerkis). Jöfnur: 10(10 — l)v 9 (9 — 1) v x 7(7—l)v y = 7 (10 +-----------) = 8 (9 +---------) = — (7 H----------). 2 2 2 2 (7 + 21v) x y = 70 + 315v = 72 + 288v =--------------. 2 280-2-9 v = 2/27; y — 280/3; x =--------; * = 21,8. 3-77 Svarið er enn sem fyrr: 22 kýr, og þó ein þeirra kvíga. í kennslustund þyrfti margt að athuga, varðandi þetta dæmi, sem hér er sleppt, svo sem deilingu hagagöngu og grasfalls á stundir hvers sólarhrings, 250

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.