Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hvað hefði leitt okkur til að hefja slíka bar- áttu. Við sem hér erum ákærð erum þess albúin að fara í fangelsi, því við trúum að þetta sé áhrifamesta aðferðin sem við get- um beitt til að bjarga landi okkar og heim- inum ...“ í grein sem nefnist Málstaður hlutleysis- ins segir Russel að krafan um að við verð- um að vera undir það búin að deyja fyrir hinn frjálsa heim sé aðeins orðaglamur. „Við erum stundum hátíðlega hvött til að vera viðbúin að deyja í þágu mikils mál- efnis, án þess að hugsa út í hvort dauði okkar verði því málefni til gagns. Þetta er helber fávizka. Við sýndum árið 1940 að við vorum fús til að deyja ef það þjónaði einhverjum tilgangi. En fúsleiki til að deyja án þess að nokkm málefni sé gert gagn er sjúkdómsmerki og ekkert annað. Fyrir mitt leyti vildi ég, bæði sem föður- landsvinur og mannkynsvinur, að Bretland lýsti opinberlega yfir hlutleysi í deilunni milli Ameríku og Rússlands. Röksemd föð- urlandsvinarins er augljós. Enginn föður- landsvinur mundi vilja horfa upp á land sitt útmáð án þess að þeir lífshættir sem gefa landi hans gildi séu nokkru að bættari. Og eins og nú er ástatt, meðan Bretland heldur áfram að vera í bandalagi við Ameríku, er alvarleg hætta á að brezku þjóðinni verði útrýmt án þess að það gagni að neinu leyti Ameríku eða vestrænum lífsháttum. Frá sjónarmiði alls mannkynsins er þess að gæta, að heiminum stafar ógn af fjand- skapnum milli Rússlands og Ameríku, og allt það sem getur dregið úr þeim fjand. skap er þjónusta við mannkynið." Þetta er það sjónarmið sem Bertrand Russel boðar nú hvenær sem honum gefst færi á. Hann helgar síðustu ár ævi sinnar baráttunni gegn atómvopnum, útskýrir fyrir fólki hvaða hættur mundu steðja að mann- kyninu ef atómstríð hæfist annaðhvort sam- kvæmt áætlun eða af óhappi, og hann boðar löndum sínum hlutlausa utanríkispólitík í stað þeirrar utanríkisstefnu sem styðst við vopnamátt Atlantshafsbandalagsins. Það er sízt að undra þó hann hafi mætt harðri andstöðu og gagnrýni af hálfu þeirra sem enn vaða í þeirri villu að öryggi okkar aukizt í réttu hlutfalli við auknar birgðir atóm- og vetnisvopna. Russel svarar þessum gagnrýnendum með óhrekjandi rökum. Hann minnir á að Bret- land sé orðið flugvélamóðurskip Bandaríkj- anna. Hann spyr: „Hvernig getur Bretland, þessi eyja með sínum þéttbýlu iðnaðarsvæð- um, orðið varið í atómstríði, þegar fáein flugskeyti með vetnissprengjum gætu eytt öllu lífi Bretlands á fáeinum klukkustund- um?“ Það er ekki til neitt skynsamlegt svar við þessari spumingu. Bertrand Russel hefur alla ævi trúað á skynsemina, hann hefur litið á hvert við- fangsefni frá sjónarmiði skynseminnar, rök- fræðinnar, stærðfræðinnar, og barátta hans hefur að markmiði að hindra eyðingu mannkynsins. í bæklingi sínum, Við verðurn að sigra, ritar Bertrand Russel: „Mér er ógjömingur að skilja sálarlíf þeirra sem horfa rólega og reikningslega fram á hið mikla blóðbað sem þeim finnst aðdáunarvert. Ég hlýt að vera þeirrar skoð- unar að það verði hinn mesti og að líkind- um hinn síðasti þeirra mörgu glæpa sem hafa myrkvað sögu mannkynsins. Hvaða álit hefðuð þið á einstaklingi sem væri fús til að tryggja sigur stjórnmála- flokks síns með því að dæma böm sín til kvalafulls dauðdaga? Hvaða álit hefðuð þið á manni sem væri fús til að fremja þann glæp á öllu mannkyninu? En þetta eru vestrænar ríkisstjómir að gera. Og allir þeir sem hafa kosið þessar ríkisstjómir em samsekir um þessa miklu illmennsku. Það er skylda okkar, skylda þeirra sem 262
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.