Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR isminn mundi skapa þau skilyrði, sem þarf til að gagnrýna á vísindalegan og fræðileg- an hátt félagslega rekinn þjóðarbúskap. Ekki var hægt að sjá fyrir hinar sérstöku kringumstæður þessa fyrsta kerfis félags- lega rekins búskapar í sögunni. Á þriðja áratug aldarinnar fóru fram víðtækar fræði- legar umræður um efnahagsmál meðal marxískra hagfræðinga, en þær voru rofnar dálítið harkalega. Þráðurinn var ekki tek- inn upp aftur fyrr en þrjátíu árum seinna. Enda þótt sjónarmiði Rósu Lúxembúrgs væri að lokum hafnað, var pólitískri hag- fræði sósíalismans um mörg ár ekki beint að rannsóknum hlutlægra lögmála. Meira að segja var sjálfri tilveru þessara lögmála neitað, og því var haldið fram, að ríkið stofnaði til þeirra með áætlunargerðum sín- um. Með öðrum orðum væri það undir vilja og duttlungum ríkisleiðtoganna komið, hvemig efnahagsmálum sósíalismans væri háttað. Ekki var snúið við á þessari hraut fyrr en árið 1952. Nú er það orðið lýðum ljóst, að reynslan af sósíalískum þjóðarbúskap er löngu kom- in fram úr efnahagskenningum sósíalism- ans. Það er kominn tími til að alhæfa þessa reynslu og skapa þannig hagkenningar til notkunar í rekstri og framþróun atvinnu- lífsins. Um nokkurra áratuga skeið hefur fræðileg sundurgreining efnahagsmála ver- ið langt á eftir þróun þeirra í reynd; fræði- greinin hefur einskorðazt við að safna sam- an athugasemdum um liðna atburði jafn- framt því, sem reynt er að afsaka misfeilur. Nú ríður á að skapa þá hagfræði, sem út- skýrt geti helztu atriði efnahagsrekstursins og hvemig hann megi bæta. Um þetta hafa rökræður hagfræðinga í sósíalísku löndun- um snúizt undanfarin ár. Þungamiðjan er sú, hvort þjóðarbúskap- urinn þróist eftir hlutlægum lögmálum. Ef svo er þarf að þekkja þau lögmál og gera sér grein fyrir, hvernig efnahagsmálunum verður stjómað í samræmi við þau. Þessi lögmál, einkum gildislögmálið, eru æ frek- ar álitin grundvöllur allra hagfræðikenn- inga sósíalismans. Einmitt um þetta hefur prófessor Óskar Lange fjallað rækilega í bók sinni Pólitísk hagfrœði, en hún hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í áðumefnd- um rökræðum. Annað þýðingarmikið framlag hefur komið frá prófessor W. Brus í bók hans um almenn vandamál í sðsíalísku efnahagslífi (Varsjá 1961). Bók hans er merk fyrir tvennt: í fyrsta lagi er ekki eytt tíma í að uppræta röng sjónarmið og misskilning fyrri ára, eins og áður tíðkaðist, heldur snýr höfundur sér beint að viðfangsefninu. í öðm lagi hefur hún að geyma f jölda kjarn- lægra kennisetninga og fræðilegra tillagna, sem þarfnast gaumgæfilegrar athugunar og eru mjög þýðingarmiklar, þegar efnahags- reksturinn er sundurgreindur. Jafn þýðing- armikið er hið raunhæfa gildi þeirra. í bók þessari gerir Bms greinarmun á hagstjórn félagslega rekins búskapar og sósíalíska kerfinu sjálfu. Sannleikurinn er sá, að við sósíalískar aðstæður er margs- konar hagstjórn möguleg. „Á meðan þær grundvallarreglur," skrifar hann, „sem stjóma efnahagsrekstrinum (en þær vom mótaðar í Sovétríkjunum á fjórða áratugn- um og hafa síðan verið teknar upp svo að segja óbreyttar í alþýðulýðveldum Evrópu) voru áfram álitnar hin eina hugsanlega hag- stjórn sósíalismans, var ekki hægt að gera greinarmun á framleiðsluafstæðunum og fyrirkomulagi efnahagsmála í landinu. Þörfin fyrir slíkan greinarmun varð þeim mun augljósari, er menn tóku að gera sér betur grein fyrir raunhæfni mismunandi lausna og hagnýting þeirra fór í vöxt í öll- um sósíalískum löndum. Þetta atriði er mjög þýðingarmikið fyrir framþróun hag- kenningar Marx.“ Bms styðst við þennan greinarmun á hag- 264

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.