Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 78
Umsagnir um bækur Konur skriía bréf Sendibréf 1797—1907. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan. Rvík 1961. Finnur landsbókavörður Sigmundsson hefur enn bætt einu bindi við bréfasöfn þau sem hann hefur búið til prentunar, að þessu sinni úrvali úr bréfum íslenzkra kvenna, aðallega frá 19. öld. Bréfin eru frá 14 konum; sú elzta þeirra fædd 1738, sú yngsta 1859; lífsreynsla þeirra nær því yfir fast að tveimur öldum, enda þótt bréfin séu ekki skrifuð á nema rúmlega hundrað ára bili. Flestar kvennanna sem bréfin hafa skrif- að eru aldar upp á heimilum embættis- manna, helmingurinn prestsdætur, aðeins tvær bændadætur og önnur þeirra alin upp hjá amtmanni; flestar þeirra voru og giftar embættismönnum eða verzlunarmönnum. Með þessu er þó ekki sagt að bréfin séu frá einhverjum yfirstéttarkonum; íslenzkir prestar og aðrir minni háttar embættismenn voru síður en svo alltaf ríkisbubbar, og kjör þeirra sízt rífari en svonefndra betri bænda. En ætterni þessara kvenna og upp- eldi hefur þó sjálfsagt ráðið nokkru um að bréfaskriftir hafa verið þeim tamari en mörgum kynsystrum þeirra, að minnsta kosti á fyrri hluta þess tímabils sem hér er um að ræða. Um hvað skrifa nú þessar konur? Það eru yfirleitt ekki stórmál, oftast snúast bréf- in um einkamál bréfritaranna sjálfra og vandamanna þeirra, heimilishagi og fréttir úr nágrenninu. En oft liggur löng saga að baki fárra orða, og í býsna mörgum bréf- anna birtast furðu skýrir drættir í svip bréf- ritaranna. Og í þessum fréttabréfum, sem oft eru svo smávægileg við fyrstu sýn, leyn- ist ósjaldan margvísleg menningarsöguleg og mannleg vitneskja sem árangurslaust væri að leita að í hátíðlegri heimildum. Um stjómmál og önnur þjóðmál sem efst voru á baugi á dögum bréfritara er sjaldan rætt í þessum bréfum, konumar virðast ekki hafa talið þau í sínum verkahring. Þó fáum við í bréfum Láru Bjarnason til Torfhildar Hólm merkilega lýsingu á hugarfari konu sem er ákveðin í að komast til Ameríku eins fljótt og hægt er, en bréf hennar eru skrifuð á því fjögra ára bili sem hún dvaldist á Seyðis- firði með manni sínum, séra Jóni Bjama- syni, eftir að þau höfðu verið nokkur ár í Ameríku. Lýsing Láru á ástandinu á íslandi á árunum 1880—83 er í meira lagi ófögur, enda er ljóst að hún hefur með öllu misst trúna á að líft muni verða á þessu landi fyrst um sinn. Það er óneitanlega fróðlegt að sjá svo hreinræktaðan vitnisburð um hugarfar sem vafalaust hefur verið nokkuð algengt meðal vesturfara um þetta leyti, ekki sízt þar sem ekki þarf að efast um ein- lægni bréfritara, og röksemdir hennar eru að minnsta kosti skiljanlegar, þó að við mundum ekki vilja fallast á þær ályktanir sem hún dregur af þeim. Lára var sú eina 268
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.