Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 79
UMSAGNIR UM BÆKUR af bréfriturunum sem alin var upp í Reykja- vík, dóttir Péturs Guðjónssonar organista, og hún er sú þeirra sem einna helzt hefur viss sjónarmið sem kenna mætti viS yfir- stétt, og þá ekki sízt vantrú á alþýSu manna á íslandi og oftrú á útlend gæSi. En í þess- ari bók eru ófá bréf sem sýna aS því fór fjarri aS allar íslenzkar konur hafi brugSizt svo viS þeim þrengingum sem yfir þjóSina dundu. Ólík öSrum bréfum í bókinni eru bréf Rannveigar Ólafsdóttur Briem til Eggerts bróSur hennar. Þau eru bæSi betur skrifuS en flest hinna bréfanna og birta merkilega mynd af stórgáfaSri og óvenjulega skýrt hugsandi konu sem hikar ekki viS aS ræSa heimspekileg efni viS prestinn bróSur sinn. Hún gerir sér enga tæpitungu, hvorki um menn né málefni, og dregur engar dulur á þaS sem henni finnst fara aflaga bæSi vest- an hafs og austan, enda stendur Ameríka ekki í neinum dýrSarljóma í bréfum henn- ar. Bréf hennar sýna aS þaS mun ekki of- mælt sem séra FriSrik Bergmann sagSi um hana: „Mun lengi verSa eftir henni munaS sem viturri konu og góSri, sem gert hefur líf þeirra, er henni hafa kynnzt, aS ein- hverju leyti auSugra." Þó aS þessar konur sem nú hafa veriS nefndar skeri sig einna mest úr öSrum bréf- riturum bókarinnar, er ekki meS því sagt aS hinar séu ómerkari. Einn kostur þessa safns er fjölbreytni þess og hversu ólíkar þær persónur eru sem þar koma fram á sjónarsviSiS, bæSi aS innræti og örlögum. Allar hafa þær til síns ágætis nokkuS og bréf þeirra eru mannlegar heimildir í bezta skilningi, bæSi um bréfritarana sjálfa og oft um viStakendur bréfanna. Þannig sýna t. d. bréf RagnheiSar Þórarinsdóttur til Gríms Jónssonar, síSar amtmanns, sem hún skrifar honum komin á áttræSisaldur, aS hann hefur haft þá ræktarsemi til aS bera aS standa í bréfaskriftum viS gamla og fá- tæka ekkju sem hann hafSi kynnzt í æsku. Þarna er einnig bréf ungrar heimasætu, Álf- heiSar Jónsdóttur, til unnusta síns í skóla, sem er merkileg heimild fyrir margra hluta sakir, meSal annars af því hversu fá slík bréf eru varSveitt frá þeim tíma, svo og fyrir þá mynd sem þaS bregSur upp af siSavöndu prestsheimili kringum 1820, þar sem 26 ára gömul prestsdóttir kemur sér naumast aS því aS trúa foreldrum sínum fyrir ástamálum sínum, þó aS þar séu engir meinbugir á og engar líkur til aS biSlinum verSi hafnaS. FróSlegt er aS lesa bréf Sig. ríSar Jónsdóttur til sona sinna, Jóns Sveins- sonar (,,Nonna“) og bræSra hans; þau hafa sína sögu aS segja um þann jarSveg sem sá merkilegi maSur var úr sprottinn. Svona mætti lengi telja, en hér verSur staSar numiS. Utgáfa bréfanna er meS sama sniSi og hin fyrri bréfasöfn sem Finnur landsbókavörSur befur gert úr garSi. Ur- valiS er vitanlega viS þaS miSaS aS þaS sé sem læsilegast almennum lesendum og flytji nokkurn fróSleik „um lífskjör, hugsunar- hátt og aldarfar", eins og útgefandi orSar þaS í formála. Þetta virSist hafa tekizt prýSilega, aS minnsta kosti er bókin hiS bezta lestrarefni. Helzt virSist mér þaS á skorta, aS skýringar eru meS minnsta móti, og hefSi ósjaldan mátt auSvelda lesendum skilning meS stuttum ábendingum um menn og málefni. ViS fslendingar erum enn svo illa birgir af almennum handbókum aS venjulegum lesendum er fengur í nokkuS ýtarlegum skýringum viS rit eins og þetta. 1. B. 269

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.