Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 24
Tímarit Máls og menningar Það spennti bogann of hátt. Það of- tók sig, blóð þeirra sem það myrti kom yfir þá sjálfa. Því blæddi út á bökkum Volgu, hné aflvana við múra Stalíngrad. Það skildi eftir sig ó- bragð. Menn vildu ekki trúa að neitt svipað gerðist aftur, það yrði að minnsta kosti hlé. Menn héldu að þeir sem stóðu að réttarhöldunum í Niirn- berg hefðu eitthvað lært, einhvern geig fundið. En öðru nær. Enn er heiminum ögrað, enn skín valdið í almættis dýrð, kveikir samskonar bál, brennir sama eldsneyti. Og eins og áður er valdinu lotið í öllum áttum, gera menn kaup sín á eyrinni. Alið á undirgefni hvers lands af öðru hef- ur það breitt úr sér og lagt fjötra á hnöttinn. Aldrei hefur vald jafn steig- urlátt, eins dramhsamt þanið vængi auðs og stáls yfir jörðina. Og það skal sýnt að hver sem dirfist að standa í vegi eða hindra fyrirætlanir þess skal engu fyrir týna nema lífinu. En þá rís ein þjóð, víetnamska þjóðin, rís af einfaldri hugprýði hjartans, af ást á föðurlandi sínu, og býður þessu ógnarvaldi byrginn, bregður spegli á loft og sýnir furðu- lostnum heimi hvernig þetta vald eng- ist, spýr eldi og eitri og hefur sjálft sig að spotti í vanmáttugri vitstola grimmd. Með því að neita að láta auðmýkja sig hefur hún gefið öðrum þjóðum leiftrandi fordæmi, útvalið sig til að standa í fremstu varnarlínu, upphafin með einstæðum hætti á tind sögunnar til að lýsa öðrum þjóðum veg. Hvað gefur henni þann styrk sem vekur huglausum undrun? Hún er sterk huguð og frjálsleg af því hún berst, leggur líf sitt að veði, berst réttlátri haráttu fyrir föðurlandið og frelsi allra á jörðu. Upp af fórnum hennar hugprýði og sársauka lýsa logar við himin. Þeir logar binda við sig augu og hjörtu allra jarðarbúa, því að órjúfanlega eru samanfléttuð örlög allra þjóða, allra manna. Það er í fleiri en einum skilningi að Bandaríkin sleppa ekki frá Víetnam, styrjöldin þar sækir þau sjálf heim, bindur örlög þessara þjóða logum sársaukans. Því eru kjörorð banda- rískra kvenna: líf og heill sona Víet- nams og okkar eru einum örlögum háð. Víetnamska þjóðin stendur í vörn fyrir okkur öll. Hún ein lætur ekki skelfast, ber uppreist höfuð. Hve lengi ber hún fórnirnar fána hugprýðinnar ein? Erindi fiutt á fundi Sósfalistafélags Reykjavíkur 14. febr. sl. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.