Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og mcnningar
Það sá enginn þegar hann laumaðist inn í eina flugvélina, sem flutti fall-
hlífarhermenn.
Og loksins, loksins komst hann á áfangastaðinn. Hann hafði lengi haldið
að staðurinn héti —Vantar-namm — en var þó ekki alveg viss. Hann fór undir
eins í rannsóknarleiðangur. Því miður virtist allt vera í niðurníðslu, líkt og
á heljarþröm. Húsin, sem vægast sagt voru mjög ófullkomin voru mörg hálf-
hrunin, auðvitað eftir sprengjurnar.
Þeim hefði verið nær að elska friðinn, hugsaði litli hviti liundurinn með
sér. Hann sá fáa karlmenn á ferli, en því meira af tötralegum konum og hálf-
nöktum, horuðum börnum.
Já, þeim hefði verið nær, hugsaði hundurinn aftur.
Hann fór að finna til svengdar þegar leið á daginn en þarna var fátt æti-
legt að finna. Hann snuðraði í krókum og kimum en varð litlu bættari.
Skyndilega heyrðist gnýr í loftinu, mikill óróleiki greip konurnar og hörn-
in, karlmenn sáust fáir, en þeir sem þarna voru reyndu að finna fólkinu skjól.
Svo tók að rigna niður fínum, spegilgljáandi sprengjum.
Allt skalf og nötraði, hús hrundu. Lykt af steiktu eða brenndu kjöti fyllti
vit litla hundsins.
Skelfing var fólkið hrætt. Einkum börnin. Þau æptu ekki eða grétu, til
þess var óttinn of mikill. En þau héldu dauðahaldi í tötrum búnar, einskis
megnugar mæður sínar, en því miður, það kom að litlu haldi. Að lokinni
árásinni lágu margar af konunum dauðar, heyrandi ekki grát barna sinna.
Já, þvílík ósköp, þeim hefði verið nær, hugsaði litli hvíti hundurinn. Æ,
og nú var hann orðinn svo hræðilega svangur. Hann fór aftur af stað að
leita sér matar, en fann ekkert.
Jú, að vísu, steikta barnslíkami, sviðna inn að beini, heitt blóð, sem rann
í lækjum. Hann rak trýnið í blóðlækinn og bragðaðist það ekki illa. Hvernig
skyldi kjötið vera, hann varð að bragða á því. Það reyndist vera mjúkt
og sætt.
Hvað á hundur að gera ef hann er svangur og enginn er til að hugsa um
hann? Ifann verður að hjarga sér sjálfur eftir beztu getu.
Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur, sagði hvíta fólkið heima. Æ,
já, heima. Hvíti hundurinn fann sára heimþrá gagntaka sig.
Verst ef þau þekktu hann ekki þegar hann kæmi til baka, hvíti feldurinn
hans var óhreinn og blóði drifinn. Hann var í rauninni ekkert líkur sjálfum
sér lengur.
Hann komst heim með flugvél, laumaðist inn í hana án þess nokkur sæi.
38