Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 54
Tímnrit Máls og menningar
ræður í hópi menntafólks um hásk-
ann, sem væntanlega stafi af mið-
stöðvarkyndingu, sem fjarlægi mann-
inn frá arineldinum og þarmeð
kjarna fjölskyldunnar. „Skoðið þið
bara myndablöð frá Ameríku, þar
gelið þið séð fjölskyldumyndir þar
sem bóndinn situr í einum stól og
konan í öðrum, sem snýr öfugt við
stól bóndans — það er ekkert sam-
band á milli þessa fólks, það vantar
arineldinn — við arineldinn situr
fólk eins og við hérna núna í skipu-
legri röð og á eittbvað sameiginlegt.
Frá miðstöðvarofni er heldur enginn
náttúrlegur hiti“ . . . og þannig enda-
laust.
Það kemur íslenskum manni Kka á
óvart, enda mundi það varla talið til
þæginda, að á messutímum getur
skyndilega orðið ógerningur að fá
leigubílstjóra til að aka með sig milli
bæjarhluta — þeir eru þá allir við
messu. Ekki þyrfti heldur íslendingur
að vera talinn háskalega frjálslyndur
í heimalandi sínu þótt hann gæti
furðað sig á þeirri undravíðtæku rit-
skoðun, sem viðgengst í frlandi þar
sem listar hannaðra bóka eru enda-
lausir — sum þessara verka næsta
meinlaus í augum nútímafólks, þessi
ritskoðun virðist þó aldrei hafa náð
fram að ganga í sama mæli gagnvart
leikhúsinu svo sem vikið verður að
hér á eftir. Alllengi mætti þannig
telja upp dæmi til staðfestingar nú-
tíma-miðalda á frlandi.
Eitt er þó það svið nútíma mennta
og menningar þar sem írar eru ekki
nema jafn langt á eftir mennskum
þjóðum og frændur þeirra íslending-
ar. Á sviði kvikmyndagerðar og sjón-
varps standa þeir ekki nema betur að
vígi þótt raunar furðu keimlíkar vit-
leysur gefist þar og hér á þeim svið-
um.
frska sjónvarpið er til komið undir
líkri pressu og það íslenska. Stöðvar
á Englandi náðust á tæki í frlandi
svo að þegar tækjaeign fór að verða
almenn tók þá að verkja í þjóðar-
sálina vegna þessa ástands og nú er
svo komið að þar er rekin myndarleg
sjónvarpsstarfsemi og vaxandi —
samt hafa írsk stjórnarvöld enn ekki
séð ástæðu til að gera neinar ráð-
stafanir ti! að auðvelda furðumörgum
einstaklingum, sem það vilja — róð-
urinn við uppbyggingu þjóðlegrar
kvikmyndagerðar. Ekki er heldur um
að ræða neina hjálp frá kvikmynda-
dreifingunni, sem er að mestu í hönd-
um enskra auðhringa.
Við Nyrðra Jarlsstræti númer 5 í
Dublin er skóhúð á neðstu hæð. Ef
gengið er inn á milli tvöfaldra sýning-
argluggaraða þessarar skóbúðar
koma í Ijós dyr og síðan ef gengið
er um þessar dyr endalausir stigar
allt upp á fjórðu hæð og þá efstu.
Þar eru þrjú lítil herbergi, sem hýsa
The Irish Film Society, írska film-
klúbhinn. Þar fara fram á mánudags-
kvöldum umræður um ])á kvikmynd,
44