Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 85
hjónanna Þorláks Guðmundssonar þá
prests og Guðrúnar Tómasdóttur. Var í
Skálholtsskóla 1760—63, síðan skrifari
amtmannanna Magnúsar Gíslasonar og 01-
afs Stefánssonar til 1768 er hann vígðist
prestnr til Saurbæjarþinga. Missti hempuna
1770 sökum barneignar. Var síðan skrifari
sýslumanna og loks hjá Bjarna Pálssyni
landlækni til 1772 er hann fékk uppreisn.
Fékk þá Stað í Grunnavík, en missti að
ári liðnu aftur hempuna fyrir ítrekað barn-
eignabrot með sömu konu og áður. Mein-
aði faðir hennar þeim hjúskap. — Síðan
var Jón um skeið aðstoðarmaður í prent-
verkinu í Hrappsey og 1777—88 hjó hann
í Galtardal á Fellsströnd. Loks fékk hann
hempuna á ný, og haustið 1788 var lionum
veitt Bægisá. Var þar síðan prestur til ævi-
loka. — Jón var tvímælalaust fremsta skáld
lslendinga um sína daga. Liggur eftir hann
margt ljóða og þýðinga, sumt prentað að
honum lífs og liðnum. Þess ber að geta að
hann mun nær einvörðungu hafa þýtt úr
dönsku, þar á meðal eftir Milton, en í
þann tíð var enskukunnátta heldur fágæt
utan enskumælandi landa. Paradísarmissi
þýddi Jón eftir danskri þýðingu dr. Schön-
heyders. — Kvæntur var hann Margréti
Bogadóttur frá Hrappsey, en þau slitu sam-
vistir er hann fór norður að Bægisá. (1)
(14) (15)
Magnús Ketilsson (29. jan. 1732—18.
júlí 1803) sýslumaður.
I 4. bindi: „Um Omaga-framfæri ...
(112—136 bls.)“.
í 7. bindi: „Nockrar Athugasemdir vid
Sveitabóndann [þ. e. ritgerð Skúla Magn-
ússonar] ... fiórda Bindini, 137 bls. ...
(65—112 bls.)“.
I 12. bindi: „Um Innilegu Búfiár á
sumrin ... (blads. 1 til 47)“.
Æviatriði Magnúsar voru rakin er getið
var Mánaðartíðinda.
Fyrstu íslenzku tímaritin II
Magnús Stephensen (27. des. 1762—17.
marz 1833) dómstjóri.
I 3. bindi: „Um Meteora, edr Vedráttu-
far, Loptsiónir og adra náttúrliga tilburdi
á sió og landi ... (122—192 bl.)“.
Fæddur á Leirá, sonur Olafs Stefánsson-
ar síðar stiftamtmanns og konu hans Sig-
ríðar dóttur Magnúsar Gíslasonar amt-
manns. Nam í heimaskóla og lauk stúdcnts-
prófi hjá mági sínum Ilannesi Finnssyni
biskupi 1779. Hélt áfram námi hjá Hannesi
til 1781 en fór þá í háskólann í Kaup-
mannahöfn. Stundaði af miklu kappi fjöl-
breylt nám innan skóla og utan; lögfræði-
próf 1788, varð þá strax varalögmaður og
ári síðar reglulegur lögmaður norðan og
vestan. Frá stofnun landsyfirréttarins sum-
arið 1800 og til dauðadags var liann dóm-
stjóri. Naut mikillar stjórnarhylli framan
af ævi, en hún þvarr til muna eftir Jörgen-
sens-ævintýrið. Leitun mun á mætari fs-
lendingi en Magnús var, þótt löngum hafi
verið deildar meiningar um hann og störf
hans og mörgum liafi allt til þessa veitzt
örðngt að unna honum sannmælis. Olli því
sjálfsagt mest rómantísk viðhorf næstu
kynslóðar á eftir honum og erjur sem liann
stóð í við marga samtímamenn sína. —
Frá 1796 réð hann yfir einu prentsmiðj-
unni í landinu og Landsuppfræðingarfélag-
inu. Var í senn stórvirkur höfundur og út-
gefandi bóka, bæklinga og tímarita. Bjó
fyrst á Leirá, þá á Innrahólmi og loks frá
1813 í Viðey. Kvæntur Guðrúnu Vigfús-
dóttur Schevings sýslumanns. (1) (4) (5)
(16) (17) (18)
Marlcús Eyjóljsson (28. okt. 1748—12.
jan. 1830) prestur.
í 2. bindi: „Um Hey-annir (57—72 bl.)“.
Sonur Eyjólfs Jónssonar á Skerðings-
stöðum í Hvammssveit og fyrri konu hans
Katrínar Hafliðadóttur frá Hrepphólum.
Var fyrst í heimaskóla en í Skálholtsskóla
75