Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 25
Bertolt Brecht
Útti og eymd þriðja ríkisins
Þrír þœttir
Gyðlngakonan
Frankfurt, 1935. Kvöld. Kona er að láta niður í töskur. Hún tínir til það
sem hún œtlar að hafa með sér. Stundum tekur hún hluti aftur upp úr tösk-
unni og setur þá á sinn stað í herbergi.nu til þess að liafa pláss jyrir eitthvað
annað. Lengi er liún á báðum áltum, hvort liún eigi að taka með sér stóra
Ijósmynd af manni sínum, sem stendur á kommóðunni. Svo skilur hún hana
eftir. Hún þreylisl af að pakka niður og sezt sem snöggvast á eina töskuna,
hvílir höfuðið í liöndum sér. Svo slendur hún á fcetur, gengur að símanum
og hringir.
konan: Þetta er Júdít Kæt. Eruð það þér, læknir? — Gott kvöld. Eg hringi
bara til að láta ykkur vita, að þið verðið að leita ykkur að nýjum bridds-
félaga, ég er nefnilega að fara í ferðalag. — Nei, ekki svo mjög lengi, en
að minnsta kosti fáeinar vikur. — Ég ætla til Amsterdam. — Já, það er
víst reglulega fallegt þar á vorin. — Ég á vini þar. — Nei, í fleirtölu, þó
þér trúið því kannski ekki. — Hvernig þið eigið þá að fara að spila? —
En það er hvort sem er kominn hálfur mánuður síðan við höfum spilað
hridds. — Auðvitað, Fritz var líka kvefaður. — Nei, þegar svona kalt er,
þá verður maður bara að sleppa briddsinu, ég sagði það líka. — Nei, alls
ekki, læknir, þvi ætti ég að vera það? — Svo var líka móðir Theklu hjá
henni í heimsókn. — Ég veit það. — Því ætti ég að láta mér detta það
í hug? — Nei, það kom í rauninni alls ekki svo snögglega, ég hef bara
alltaf frestað því, en nú verð ég . .. Já, og af bíóferðinni verður ekkert held-
ur, ég bið að heilsa Theklu. — Kannski hringið þér stundum til hans á
sunnudögum. — Verið þér sælir, læknir! — Já, mikil ósköp, með ánægju!
— Sælir.
Hún hengir tólið upp og hringir í annað númer.
Þetta er Júdít Kæt. Gæti ég fengið að tala við frú Sjökk? — Lotta? •—
Ég ætla rétt að kasta á ykkur kveðju áður en ég fer, ég verð að heiman um
15