Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar hvemig fræðisetningar skuli tengdar sam- an, hvað leggja beri áherzlu á, hverju skuli sleppt o. s. frv. Þar að auki er sálarfræðin svo yfirgripsmikil, að ógjörningur er fvrir einn mann að vera jafnvel heima á öllurn sviðum. Hann verður því í fjölmörgum t: 1- vikum að láta sér nægja að styðjast við rit annarra manna, án þess að hafa tök á því að prófa sannleiksgildið sjálfur eða skírskota til reynslu sinnar. Allt þetta veldur því, að kennslubækttr í sálarfræði hljóta að liggja vel við höggi gagnrýnenda og tjóar ekki um það að fást. Mér virð- ist, að prófessor Símoni hafi tekizt undra vel að sigla fram hjá þeim mörgu skerjum, sem hér hljóta að verða á vegi. Hann verð- ur með engri sanngirni gagnrýndur á þess- um vettvangi. Það sem heizt mætti ef til vill að hók hans firina er nokkuð annars eðlis, og skal nú lítillega vikið að því. Þegar ég leiði hugann að þeim kennslu- bókum í sálarfræði, sem ég kannast við, virðist mér sem þrjár meginstefnur séu yfirleitt lagðar til grundvallar ritun slíkra hóka. Allar þessar stefnur verða að teljast jafn réttháar, og því ekki réttmætt að áfell- ast höfund, þótt hann taki eina fram yfir aðra. Gagnrýnin á að fjalla um það, hvern- ig höfundur hefur fylgt og fjallað um þá stefnu, sem liann hefur kosið að fara eftir. Ilin fyrsta af þessum stefnum er fólgin í ]iví að rila hlutlausa lýsingu á helztu kenningum, rannsóknum og viðfangsefnum sálarfræðinnar. Höfundur forðast allt per- sónulegt mat, og tekur ekki afstöðu til þess, er hann ritar um. Onnur stefnan er sú að rita sálarfræði frá persónulegu sjónarmiði. Þá er sú kenn- ing, sem höfundurinn aðhyllist, lögð til grundvallar og viðfangsefni og rannsóknir sálarfræðinnar túlkaðar og metnar með hliðsjón af tilteknu sjónarmiði. Sú þriðja getnr skoðazt sem eins konar millileið. Höfundur gerir þá grein fyrir sem flestum sjónarmiðum, en leitast við að meta þau jafnóðum, taka það sem hon- um sýnist nýtilegt í hverri stefnu. Hann reynir að finna samnefnara ólíkra sjónar- miða og steypa saman heilsteypta sálar- fræði á hreiðum grunni. Allar þessar stefnur hafa kosti sína og galla. Sú fyrsta virðist vera vísindalegust, og margir telja að hún sé hæfilegust sem kynning á sálarfræði fyrir skólanemendur. Þó er sá gallinn á, að oftast eru hækur af þessu tagi daufar og líflitlar og ekki þess umkomnar að kveikja áliuga. Sjálfsagt er það einnig mörgum höfundum ófullnægj- andi að vera reyrðir í fjölra kaldrar vís- indamennsku, og trúlegt að rilverkið gjaldi þess að einhverju. Önnur stefnan hefur þann mikla kost, að lesandinn fær eitt heildarsjónarmið, sem hann getur stuðzt við í skilningi sfnum á mannlegu eðli. Auk þess eru slík rit oft vel skrifuð, enda horin tíðnm uppi af anda- gift, sannfæringu og persónulegri reynshi höfundar. Hitt er svo jafnljóst, að sálar- fræði sem þessi er gjarnan þröng í sniðum og jafnvel að einhverju leyti hlutdræg. Rýrir það stórum gildi liennar sem kennslu- hókar. Þá er það þriðja stefnan. Nokkrir höf- undar hafa freistað þess að fara þá leið. Enda er auðskilið, að í fræðigrein, sem er í örri þrótin og þar sem mörg sjónarmið eru uppi, er nauðsynlegt að reyna að sam- ræma kenningar og fella þær saman. En eflaust er langvandasamast að rita sálar- fræði á þennan hátt. Það krefst mjög víð- tækrar þekkingar og ekki svo lítils sköpun- arhæfileika. Enda þótt ég virði mikils snilld sumra þeirra höfunda, sem ritað hafa með ])essu móti, svo sem Ed. Claparéde, hefur mér virzt, að framsetning þeirra verði yfir- leilt of almenn, heimspekileg, og sjaldnast tekst að hræða saman hrotin og verður því yfirlitið stundtim nokkúð grautarlegt. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.