Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 97
Konúnglega Rentukammers, er lét þá rann- saka fyrir Hra. Justitzrád og Laborant Miiller, hverium þat og sendi þá Fráskýr- íng, sem Jespersen siálír hafdi medsendt um sína adferd vid Brennuna. En velnefndr Ifra. Justitzrád sagdi prófhlutina ódugliga, og Jespersens brenzlu-máta rángan; og af því tilefni mældiz þat Konúnglega Rentu- kammer til hiá Justitzrádinu, at géfa því ávísun um þá beztu adferd at brenna pott- ösku af þángi.“ í 11. hindi: „Um Húsblas (bls. 186— 192), skrifat af Ilra Justitsrádi og Labórant H. F. Múller, og snúit á íslendsku af B. Gröndahl. Rit þetta er þannig undirkomit: at hit Konúngliga Rentukammer feck árit 1789 frá Islandi prófhluti nockra af þar verkudu húshlasi, og mældiz þessvegna til, at Hra Jústitsrádit vildi gefa þá naudsyn- legu upplýsíngu hædi um gædi þess og hina bestu atferd at tilreida þat.“ I æsku lærði Múller hjá Cappel lyfsala lyfja-, efna- og steinafræði. Síðar hlýddi liann um skeið fyrirlestrum hjá Linné í Upþsölum. Arin 1768—95 rak hann lyfja- verzlun í Kaupmannahöfn. Arið 1772 heppnaðist hontlin fyrstum Dana að fram- leiða nýtilegt postulfn. Stofnaði hann hluta- félag um það, en er hagnaðurinn iét á sér standa þótt framleiðslan gengi ágætlega, varð úr að stjórnin tæki við fyrirtækinu, og varð Múller þá forstjóri konunglegu postulínsverksmiðjunnar um skeið. Þótt lítt væri hann lærður þótti hann öllu snjallari vísindamaður en kaupsýslumaður. (1) Plutarkos (ca. 50—125), grískur sagna- ritari og heimspekingur. I 12. bindi: „Plútarchi Bók um Svein- harna uppfóstr, útlögd úr Grísku máli af ísleifi Sýslumanni Einarssyni (bls. 48— 81).“ Kunnust ritverka Plútarks eru nú ævi- sögur hans, spyrtar saman tvær og tvær, Fyrstu íslenzku tímaritin II samtals 46. Er þar lýst grískri og róm- verskri söguhetju og þær bornar saman eða stillt upp sem andstæðum. Miður kunn eru nú heimspekileg rit Plútarks. Varð honum í þeim einna tíðræddast um uppeldi og siðfræði, en einnig fjallaði hann um frum- speki, trúarhragðaheimspeki og önnur við- fangsefni hinna fornu spekinga. (3) (4) Alexander Pope (1688—1744), enskt skáld. í 10. bindi: „Musteri Mannordsins af Alexander Pope, snúit á Islendsku af Bene- dict Gröndahl.“ (hls. 285—312). í 11. bindi: „Musteri Mannordsins af Alexander Pope, snúit á Islendsku af Bene- dict Gröndahl (hls. 279—288).“ í 15. bindi: „Musteri Mannordsins af Alexar.der Pope. Snúit á Islendsku af B. Gröndahl." (bls. 275—282). Englendingar telja Pope fremstan ljóð- skálda sinna á átjándu öhi. Æviferill hans markaðist mjög af því að liann var róm- versk-kaþólskrar trúar og áhangandi tory- flokksins í stjórnmálum. Vegna trúar sinn- ar var honum fyrirmunað að stunda há- skólanám á Englandi, keppa eftir emhætt- um eða leita kjörs á þing. Og toryarnir voru óslitið í stjórnarandstöðu frá 1714 og fram á sjöunda tug aldarinnar. Mörg kunnustu verk Popes eru háðkvæði um andstæðinga í stjórnmálum eða þá sem reyndu að bekkjast til við liann. Bretar telja Pope fyrstan skálda sinna hafa lifað á ritstörfum án þess að ganga í þjónustu sérstaks verndara, og komst hann meira að segja í allgóð efni. Hagnaðist liann hvað mest á þýðingum sínum og útgáfu á kvið- um Hómers sem nutu fágætra vinsælda. (2) Johan Henrich Schönheyder (1744— 1831), danskur læknir. Því er dr. Schönheyder nefndur hér til sögu að sr. Jón á Bægisá þýddi Paradísar- 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.