Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 96
Timarit Máls og menningar hann hafa verið skrifara hjá Magnúsi Stephensen, en í íslenzkri sögu er hann fyrir það kunnastur að Levetzov stiftamt- maður setti hann landfógeta þegar hann liugðist setja Skúla Magnússon af. — Frá 1790 var Lindal héraðsfógeti í Nörreherred á Lálandi og 1794 í Skodsborg og Vand- fuldhéruðum og samtímis bæjarfógeti i Lemvig. Hann fékk lausn frá embætti árið 1801. — Auk þess sem hér er getið lét hann íslenzk málefni eitthvað til sín taka. Hann svaraði t. d. grein Olafs Stefánssonar um jafnvægi í byggð landsins, sem kom út í 7. hindi félagsritanna, 1787, með ritlingi sem út kom í Kaupmannahöfn 1788 án höfundarnafns: „Den Islandske Leilænd- ings og Huusmands levnede Frihed for Hoveriet Mandslaan, forsvaret mod Forf. af Skriftet om Næringsveienes Ligevægt i Island.“ (9) John Milton (1608—1674), enskt skáld og menntamaður. I 13. bindi: „Fyrsta bók af Jóhns Miltons (ins enska skálds) töpudu Parasís, á Is- lendsku snúin af“ Jóni Þorlákssyni. Bls. 279—320. I 14. bindi: „Önnur Bók af Johns Miltons Töpudu Paradís á Islendsku snúin af I. Th.“ Bls. 260—310. I 15. hindi: „Þridia Bók af Johns Miltons Tiipudu Paradís, á Islendsku snúin af ...“ Bls. 260—316. — Öllum bókunum fylgja viðeigandi „Addisons hugveikiur" eða „hugvekjur”, þýddar af J. J. (væntanlega Jóni Johnsoníusi). Þá segist útgáfunefndin liafa leyft sér að „lagfæra" sumt í þýðingu sr. Jóns Þorlákssonar með hliðsjón af enska frumtextanum, en Jón þýddi Milton úr dönsku eftir þýðingu dr. Schönheyders. Milton var um langan aldur eitt dáðasta skáld meðal Englendinga, en tæplega getur hann aðgengilegur talizt nútímamönnum. Hann er einna kunnastur allra samstarfs- manna Cromwells og fór aldrei leynt að hann var lýðveldissinni. Er mesta furða hve Englendingar hafa fyrirgefið honum slíkan öfuguggahátt, en þá hafa puritansk- ar trúarhugmyndir hans, íklæddar búningi lærdóms og skáldskapar, sjálfsagt dregið hann lengst til að vega upp á móti óorðinu af Cromwell og byltingunni. (2) Nicolai Pedersen Mohr (1742—1790), færeyskur náttúrufræðingur og málvísinda- maður. I 3. bindi: „Um atferd Nordmanna, Fær- eyínga, Skotta og Hialltlendínga at veida Smá-upsa edr Upsa-seidi, ritat af Nicolai Móhr (193—204 bl.“. — Líkast til þýtt af Olafi Olavíusi. Mohr var á Islandi 1780—81 á vegum stjórnarinnar að leita að kaolini til postu- línsgerðar. Með honum var Islendingurinn Þorkell Bergmann. Gaf Mohr 1786 út bók um athuganir sínar ýmsar í þessari ferð, „Forsög til en Islandsk Naturhistorie, med adskillige oekonomiske samt andre An- mærkninger." Er það að sögn kunnugra hið mætasta rit. — Auk þess sem Mohr starfaði við konunglegu postulínsgerðina vann hann með öðrum að orðabók. Það kann að virðast kynlegt að einn og sami maður skuli jöfnum höndum hafa stundað háskólanám í náttúrufræðum og málvís- indum, en eins dæmi var það ekki; t. d. hafði Eggert Ólafsson sama hátt á. (1) Frantz Henrich Muller (1732—1820), danskur lyfjafræðingur og postulínsfram- leiðandi. I 8. bindi: „Um Pottösku-brennu af Siáfarþángi, úr Dönsku útlagt af Benedict Gröndal (231—239 bls.) Tilefnit til skrifs þessa var þetta: Kaupmadr Dines Jesper- sen á Bátsendum í Islandi giördi þar til- raun at brenna Pottösku af þángi, og sendi utan prófhluti af þessari pottösku til ens 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.