Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 67
Náttúruvernd á íslandi
og á áreiðanlega eftir að aukast mik-
ið enn, svo brýn þörf er á ströngum
ákvæðum um innflutning, sölu og
notkun slíkra efna hér. Að vísu var
gefin hér út auglýsing árið 1962 um
sérstakar varúðarráðstafanir í sam-
bandi við notkun eiturefna og úðun
trjágarða, en sú auglýsing er byggð
á lögum frá 1936 um eftirlit með
matvælum og öðrum neyzlu- og nauð-
synjavörum. 1 þessari auglýsingu
felst þó lítið meira en tilmæli til
manna um að fara varlega með þessi
efni og fyrirmæli um, að íbúum næstu
húsa skuli gert viðvart þar sem slík
efni hafa verið notuð og auglýsing
til viðvörunar sett upp á staðnum.
Aftur á móti eru engar hömlur lagð-
ar á sölu eða notkun efnanna. Hver
sem er getur selt þau, keypt eða not-
að. Sem betur fer hefur það þó verið
þannig í reyndinni, að eini aðilinn,
sem verzlað hefur með slík efni hér
hefur verið Sölufélag garðyrkju-
manna, og hafa þau eingöngu verið
notuð af garðyrkjumönnum, sem
kunna með þau að fara. Samt sem
áður er brýn þörf á lögum og reglu-
gerðum um þetta mál, og ég held ég
megi segja að þau séu nú á leiðinni,
því unnið hefur verið að undirbún-
ingi þeirra á vegum landlæknis und-
anfarin ár, og væri óskandi að þeirri
lagasmíð yrði hraðað.
Víða er óhreinkun andrúmslofts af
völdum verksmiðja og farartækja
mikið vandamál, sérstaklega í stór-
borgum erlendis þar sem horfir til
vandræða sums staðarogsetthafaver-
ið ströng lög til að koma í veg fyrir
slíkt. Þetta er reyndar frekar heil-
hrigðismál en náttúruverndarmál, en
þó er ekki síður ástæða til að vernda
manninn sjálfan en önnur dýr jarð-
arinnar. Hér á landi er þetta ekki al-
veg óþekkt fyrirbæri, því miður, og
þá aðallega í sambandi við síldar-
bræðslur og beinamjölsverksmiðjur,
sem framleiða sumar hverjar þvílík
kynstur af hinni svokölluðu „peninga-
lykt“, að þeim yrði umsvifalaust lok-
að ef þær væru staðsettar í löndum
þar sem lög eru ströng hvað þetta
snertir. Og þó það þyki kannske
pempíuháttur nú að amast við „bless-
aðri peningalyktinni“, þá koma þeir
dagar, að hún verður kveðin niður
hér eins og annars staðar og vonandi
verður það sem fyrst. Úrgangsefni
frá verksmiðjum hafa sums staðar
valdið sannanlegu tjóni á villtum
plöntum og dýrum erlendis, en hér
á landi hafa ekki verið brögð að því
svo teljandi sé, en eflaust kemur að
því að aðgátar verður þörf í þeim
efnum hér.
fslendingar hafa gerzt aðilar að al-
þjóða samþykkt um varnir gegn ó-
hreinkun sjávar af völdum olíu, en
slík óhreinkun hefur víða verið
vandamál. Samkvæmt þeirri sam-
þykkt er skipum óheimilt að dæla úr-
gangsolíu í sjóinn nær landinu en
100 sjómílur, en í þessum efnum er