Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 22
Timarit Máls og menningar
hnattrænt, eins og auðhringar þeirra
höfðu teygt armana um öll lönd.
„Hvernig sem styrjöldin fer, hefur
Ameríka lagt út á rúmsjó imperíal-
ismans, hæði í heimsmálum og í öll-
um sínum lífsháttum, með öll þau
tækifæri, ábyrgð og hættur sem því
er samfara," sagði dr. Virgil Jordan,
forseti iðnaðarráðs Bandaríkjanna
10. des. 1940, og hann útlistaði nánar
hvernig England, þó það biði ekki
ósigur, hlyti að koma veikt út úr
styrjöldinni og Bandaríkin að taka
við af því sem heimsveldi. Þarna er
skýrt mörkuð sú stefna sem fylgt hef-
ur verið. I samræmi við hana skiptu
Bandaríkin hnettinum í svæði og
völdu sér stöðvar sem bezt lágu við
innan þeirra. Við höfum ekki sjaldan
hér heima heyrt orðatiltækið: mikil-
væg lega landsins. Og ekki þarf mikla
þekkingu á suðaustursvæði Asíu til
að sjá hve mikilvæg er lega Víetnams,
fyrir utan landsgæði og verðmæt hrá-
efni sem sótzt er eftir. Víelnam liggur
miðsvegar á svæði með 300 miljónum
íbúa, sunnan 17. breiddarbaugs, fast
upp að landamærum Kína. Auðvitað
fór ekki fram hjá hinu uppsiglandi
lieimsveldi mikilvægi þessarar að-
stöðu, og Bandaríkjunum bauðst gull-
ið tækifæri þegar Frakkar urðu að
hrökklast frá Víetnam til að koma sér
þar fyrir í staðinn. Þau voru líka ný-
húin að tapa Kóreustríðinu og meg-
inlandi Kína þar sem þau liöfðu veðj-
að á Tsjang Kai-Sék. Þegar litið var
á hnöttinn varð líka að gera sér grein
fyrir því að yfirráð imperíalismans
voru þar ekki lengur óskoruð, að
ríki sósíalismans höfðu tekið stóra
sneið frá honum, að veldi hans voru
takmörk sett við landamæri þeirra,
og því mikilvægari voru þau lönd
sem upp að þeim ríkjum lágu, og
það var komið nýtt stórvægilegt at-
riði inn í söguna: að koma með öll-
um ráðum í veg fyrir að landamæri
sósíalismans breiddust víðar út, að
ekki yrði gengið lengra á yfirráð
imperíalismans. Þarna var Foster
Dulles fastur og ósveigjanlegur og
þeir sem eftir hann komu hafa ekki
hvikað frá stefnu hans. Dulles sagði
í ársbyrjun 1954 að hagsmunir
Bandarikjanna í fjarlægum Austur-
löndum lægju beinlínis í því að not-
færa sér það sem nefnt væri „eyja-
keðjan með strandlengjunni“, þ. e.
frá Norður-Kóreu til Indó-Kína, og
6. ágúst sama ár lýsti hann yfir: „Eg
vona að draga megi varnarlínu
gegn kommúnismanum og hún liggi
frá Hué að norðan og um Kambódíu
og Suður-Víetnam sunnan 17. breidd-
arbaugs“. Og einmitt þetta var til-
gangurinn með Manillaráðstefnunni
þá um haustið og stofnun Suðaustur-
asíubandalagsins, hliðstæðu Nató
okkar megin á hnettinum. Og hér er
einmitt komið að þeirri hugsjón sem
allt verður að víkja fyrir, inn að
sjálfri kviku auðvalds og imperíal-
isma: að festa sér ítök og halda þeim
12