Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 86
Timarit Máls og menningar 1769—71. Brautskráður þaðan „með geysi- miklu lofi“l fyrir kunnáttu, en minnstu hafði munað að honum yrði vikið úr skóla síðari veturinn þar sökum óspekta. Var um skeið skrifari Jóns Ólafssonar varalög- manns, og um þær mundir missti hann rétt til prestskapar sökum of bráðrar barneign- ar. Fékk þó von bráðar uppreisn, varð að- stoðarprestur á Hvammi 1776, fékk Dýra- fjarðarþing 1783 og loks Sanda í Dýrafirði 1796. Varð alblindur um 1810 en lét ekki af prestskap fyrr en 1817. Dó loks karlægur á Rafnseyri. „Hann var gáfumaður, kenni- maður í betra lagi, dagfarsgóður."1 Eftir hann er prentuð þýðing í Minnisverðum Tíðindum III., og til eru frá hans hendi uppskriftir á ýmiss konar gömlum fróðleik. — Kvæntur Elísabet Þórðardóttur frá Vig- ur. (1) Markús Magnússon (2. aprfl 1748—21. ág. 1825) stiftprófastur og prestur í Görð- um á Álftanesi. í 15. bindi: „Manntals-Töblur yfir Skál- holts-Stipti árin 1795 til 1800“ (bls. 284— 85) segir fyrirsögnin, en undir stendur nafn Markúsar og dagsetningin 8. sept. 1796, og kemur það illa saman. Fæddur í Vatnsfirði, sonur Magnúsar Teitssonar prests þar og konu hans Ingi- bjargar Markúsdóttur sýslumanns í Ogri. Stúdent frá Skálholtsskóla 1770, hóf há- skólanám 1771, baccalaureus 1774 og guð- fræðingur 1779, en var ekki óslitið við nám þessi ár. Vann talsvert við uppskriftir fom- rita fyrir ýmsa. Vígðist haustið 1780 að- stoðarprestur til tengdaföður síns sr. Guð- laugs Þorgeirssonar í Görðum, og 1781 tók hann að fullu við brauðinu. Var þar síðan prestur óslitið til dauðadags. Prófastur í Kjalarnesþingi 1782—1821 og officialis eða stiftprófastur í Skálholtsbiskupsdæmi 1796 —97 eða frá því að Hannes Finnsson dó og þangað til Geir Vídalín tók við. Stóð til boða að verða biskup á Hólum 1787 en veikst undan. Var einn af frumkvöðlum lestrarfélags Suðurlands, Landsuppfræðing- arfélagsins og Biblíufélagsins. Fékkst eitt- hvað við ritstörf og þýðingar. „Hann var auðmaður, enda mjög hjálpsamur sóknar- mönnum sínum, búmaður góður og ýtti mjög á eftir sóknarbændum sínum í garð- rækt og jarðyrkju."1 — Var þríkvæntur: 1) Guðnýju Guðlaugsdóttur frá Görðum — 2) Ragnheiði Sigurðardóttur frá Hlíðar- enda í Fljótshlíð — 3) Þuríði Ásmunds- dóttur frá Breiðabólsstað á Skógarströnd. (1) (4) (7) (19) Ólafur Jósefsson Hjort (12. júlí 1740— 1789) prestur í Noregi. í 8. bindi: „Um Hrein-dýr ... (77—104 bls.)“. Fæddur að Bægisá, sonur sr. Jósefs Ól- afssonar og konu hans Ragnheiðar Sigurð- ardóttur. Stúdent frá latínuskóla í Niðarósi 1764 og guðfræðingur frá Kaupmannahöfn 1770. Vígðist sama ár prestur og trúboði til Kautokeino á Finnmörk; var síðan prestur á ýmsum stöðum í Noregi, síðast í Rödö á Hálogalandi. „Dugmaður og harð- ger, nokkuð drykkfelldur og ganga af hon- um sagnir með Norðmönnum. Fékk verð- launapening úr gulli frá stjórninni 26. júlí 1786 fyrir 35 hreindýr sem hann sendi stjóminni og flutt skyldu til íslands.**1 — Átti norska konu. (1) (4) (7) Ólafur Ólafsson (Olaus Olavius) (1741 (?) —10. sept. 1788) kammersecretari. í 1. bindi: „Nockur íslenzk Jurta- Fiska- og Fuglaheiti, med hiásettum látínskum nöfnum, eptir hætti Náttúru-spekínga á vorri ölld (hellzt Linnæi) ... (1—19 blads.)“. I 2. bindi: „Um Lúrna-verkun á Jótlanz- Skaga ... (168—172 bl.)“. — „Um Bátasmídi og siglíngu, veidarfæri 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.