Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 86
Timarit Máls og menningar
1769—71. Brautskráður þaðan „með geysi-
miklu lofi“l fyrir kunnáttu, en minnstu
hafði munað að honum yrði vikið úr skóla
síðari veturinn þar sökum óspekta. Var um
skeið skrifari Jóns Ólafssonar varalög-
manns, og um þær mundir missti hann rétt
til prestskapar sökum of bráðrar barneign-
ar. Fékk þó von bráðar uppreisn, varð að-
stoðarprestur á Hvammi 1776, fékk Dýra-
fjarðarþing 1783 og loks Sanda í Dýrafirði
1796. Varð alblindur um 1810 en lét ekki
af prestskap fyrr en 1817. Dó loks karlægur
á Rafnseyri. „Hann var gáfumaður, kenni-
maður í betra lagi, dagfarsgóður."1 Eftir
hann er prentuð þýðing í Minnisverðum
Tíðindum III., og til eru frá hans hendi
uppskriftir á ýmiss konar gömlum fróðleik.
— Kvæntur Elísabet Þórðardóttur frá Vig-
ur. (1)
Markús Magnússon (2. aprfl 1748—21.
ág. 1825) stiftprófastur og prestur í Görð-
um á Álftanesi.
í 15. bindi: „Manntals-Töblur yfir Skál-
holts-Stipti árin 1795 til 1800“ (bls. 284—
85) segir fyrirsögnin, en undir stendur
nafn Markúsar og dagsetningin 8. sept.
1796, og kemur það illa saman.
Fæddur í Vatnsfirði, sonur Magnúsar
Teitssonar prests þar og konu hans Ingi-
bjargar Markúsdóttur sýslumanns í Ogri.
Stúdent frá Skálholtsskóla 1770, hóf há-
skólanám 1771, baccalaureus 1774 og guð-
fræðingur 1779, en var ekki óslitið við nám
þessi ár. Vann talsvert við uppskriftir fom-
rita fyrir ýmsa. Vígðist haustið 1780 að-
stoðarprestur til tengdaföður síns sr. Guð-
laugs Þorgeirssonar í Görðum, og 1781 tók
hann að fullu við brauðinu. Var þar síðan
prestur óslitið til dauðadags. Prófastur í
Kjalarnesþingi 1782—1821 og officialis eða
stiftprófastur í Skálholtsbiskupsdæmi 1796
—97 eða frá því að Hannes Finnsson dó
og þangað til Geir Vídalín tók við. Stóð
til boða að verða biskup á Hólum 1787 en
veikst undan. Var einn af frumkvöðlum
lestrarfélags Suðurlands, Landsuppfræðing-
arfélagsins og Biblíufélagsins. Fékkst eitt-
hvað við ritstörf og þýðingar. „Hann var
auðmaður, enda mjög hjálpsamur sóknar-
mönnum sínum, búmaður góður og ýtti
mjög á eftir sóknarbændum sínum í garð-
rækt og jarðyrkju."1 — Var þríkvæntur:
1) Guðnýju Guðlaugsdóttur frá Görðum —
2) Ragnheiði Sigurðardóttur frá Hlíðar-
enda í Fljótshlíð — 3) Þuríði Ásmunds-
dóttur frá Breiðabólsstað á Skógarströnd.
(1) (4) (7) (19)
Ólafur Jósefsson Hjort (12. júlí 1740—
1789) prestur í Noregi.
í 8. bindi: „Um Hrein-dýr ... (77—104
bls.)“.
Fæddur að Bægisá, sonur sr. Jósefs Ól-
afssonar og konu hans Ragnheiðar Sigurð-
ardóttur. Stúdent frá latínuskóla í Niðarósi
1764 og guðfræðingur frá Kaupmannahöfn
1770. Vígðist sama ár prestur og trúboði
til Kautokeino á Finnmörk; var síðan
prestur á ýmsum stöðum í Noregi, síðast
í Rödö á Hálogalandi. „Dugmaður og harð-
ger, nokkuð drykkfelldur og ganga af hon-
um sagnir með Norðmönnum. Fékk verð-
launapening úr gulli frá stjórninni 26. júlí
1786 fyrir 35 hreindýr sem hann sendi
stjóminni og flutt skyldu til íslands.**1 —
Átti norska konu. (1) (4) (7)
Ólafur Ólafsson (Olaus Olavius) (1741 (?)
—10. sept. 1788) kammersecretari.
í 1. bindi: „Nockur íslenzk Jurta- Fiska-
og Fuglaheiti, med hiásettum látínskum
nöfnum, eptir hætti Náttúru-spekínga á
vorri ölld (hellzt Linnæi) ... (1—19
blads.)“.
I 2. bindi: „Um Lúrna-verkun á Jótlanz-
Skaga ... (168—172 bl.)“.
— „Um Bátasmídi og siglíngu, veidarfæri
76