Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar
ríki þitt veitist þér að nýju,
þú hinn duldi veiðimaður úr gleri.
í göfuglyndi þínu
muntu sigrast á og gleyma
eftirmynd þinni, brennimerktri,
jafnt og hinum saklausa stöngli spergilsins.
þín er hefndin og dýrðin,
ósnortni klettur, förunautur
töfranna, dulúðuga,
einstæða vitni! vindhár þitt,
nakið augnaráð þitt blaktir yfir
þitt forna tilvonandi ríki,
og varðveitir hið sanna
í reyk, í vindi.
til heiðurs seljurótiuni
steinbrjóturinn, uglan, mjólkin,
vafalaus sem ljósið, kletturinn
þéttvaxinn dúfum, þeyvindurinn,
eggjarauðan, brómið, hvers vegna ekki,
og, ef því er að skipta, eldingin líka,
hvalurinn og eldingin, þau standa stöðug,
á þau getum við treyst,
þau verðskulda kvæði.
vindlaaskan í speglinum,
eftirmyndin, hver mæðist ekki hennar vegna,
þetta flekkótta andlit
af hárguðum vikri,
34