Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 62
Tímarit Máls og menningar voru öll tengsl milli sandgræðslu ög skógræktar afnumin, en það var ekki fyrr en árið 1941 að sandgræðslu- maður, svonefndur, sem hafði verið starfandi síðan 1907, var gerður að forstjóra sandgræðslunnar og nefnd- ur sandgræðslustjóri. Sandgræðslan hefur, eins og öllum er kunnugt, þeg- ar unnið mikið starf, bjargað lönd- um frá eyðileggingu og grætt upp ör- foka svæði, en betur má ef duga skal, því þessi mál eru hin alvarlegustu, og enn er land að eyðast af uppblæstri á íslandi. Sandgræðslulögin voru ár- ið 1965 leyst af hólmi af lögum um landgræðslu, en þar er sandgræðsl- unni, sem nú nefnist landgræðsla, falið nýtt verkefni, sem er gróður- vernd og eftirlit með því að gróið land sé ekki ofnýtt. Þarna er um mikla framför að ræða frá því að hin þrælúreltu lög um ítölu voru einu lögin um eftirlit með nýtingu afrétt- arlanda, enda hafa beitilönd víða ver- ið ofbeitt. Núgildandi lög um skógrækt eru frá 1955. Þó var gerður við þau við- auki um skjólbelti á síðastliðnu ári. Fram yfir 1930 beindist því nær allt starf skógræktar á Islandi að friðun skógarleifa og hefur það yfirleitt bor- ið góðan árangur, landið væri sýnu fátækara ef enn væri lágvaxið og bitið kjarr á Hallormsstað og Vögl- um og skógur væri horfinn úr Þórs- mörk og Ásbyrgi, en hætt er við að svo hefði farið ef þessir staðir hefðu ekki verið friðaðir. Auk þess hafa þessir staðir og ýmsir fleiri verið griðastaðir almennings, sem leitað liefur út í náttúruna, og verður það seint fullmetið. Síðustu 30 árin hefur friðun skógarleifa aftur á móti orðið að sitja meira á hakanum en starf- semi skógræktarinnar beinzt aðallega að tilraunum með ræktun erlendra trjátegunda hér á landi. Skógræktin hefur því fjarlægzt náttúruvernd í þrengri merkingu þess orðs meir og meir í starfsemi sinni á síðari árum og finnst mér það persónulega vera skaði, einkum þar sem ræktunartil- raunir hafa verið gerðar á stöðum, sem mér finnst að ættu að vera al- gjörlega friðaðir og öll ræktun bönn- uð þar vegna menningarlegs gildis þeirra og nægir þar að nefna Ásbyrgi. Ýmis lagaákvæði liafa býsna lengi verið til um veiði hér á landi, t. d. til- skipun frá 1849, sem áður er nefnd, og sérlög um friðun einstakra teg- unda fugla og annarra dýra, t. d. lög um friðun æðarfugls og lög um frið- un arnar og vals. Árið 1930 voru sett almenn lög um friðun fugla og eggja, og almenn lög um fuglaveiðar og fuglafriðun voru sett 1954 og endur- skoðuð 1966. Nú eru allar sjaldgæfar fuglategundir og ýmsar fleiri alfrið- aðar hér á landi og allar aðrar teg- undir en kjói, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur og hrafn friðaðar um varptímann. Nokkrar aðrar dýrategundir en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.