Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 65
Náttúruvernd á Islandi landi. Það lengsta, sem lögin ganga í þá átt, er ákvæði um að á skipu- lagsuppdráttum skuli sýnd opin svæði, en væntanlega er þar átt við úti- vistarsvæði fólks. Þess vegna væri mjög æskilegt, að ákvæði um að tekið skuli fullt tillit til náttúruverndar- sjónarmiða yrði sett í reglugerð þá um gerð skipulagsuppdrátta, sem setja skal samkvæmt skipulagslögum. Að vísu ná skipulagslögin fyrst og fremst til kaupstaða, kauptúna og þorpa, þar sem íbúar eru 100 eða fleiri, en ráðherra sem fer með þessi mál er þó veitt vald til að úrskurða, að ákvæði laganna nái til annarra staða og jafnvel til að láta gera drög að héraðs- og landshlutaskipulagi. I lögum um landnám, ræktun og hyggingar í sveitum, nýbýlalögunum, frá 1957, eru heldur engin ákvæði um að náttúruverndarsjónarmið skuli höfð til hliðsjónar við landnám. Aft- ur á móti er ákvæði í jarðræktarlög- um frá 1965, sem tekur skýrt fram, að heimild, sem veitt er í þeim lögum til að taka ræktanlegt land eignar- námi undir vissum kringumstæðum, nái ekki til lands, sem fornminjar séu á eða sérstök náttúruprýði, sem skylt sé að vernda. í jarðræktarlögunum eru líka ákvæði um, að vegagerð og línulagnir um ræktað land skuli háð vissum takmörkunum, þar skuli þess gætt, að landið sé skert sem minnst og leitað álits héraðsráðunauta þar um. Auk þess skuli öllum framkvæmd- um hagað þannig, að ræktanlegu landi sé ekki eytt að óþörfu og að af vegagerð stafi ekki eyðingarhætta lands vegna jarðfoks og þvíumlíks, einnig skuli græða öll sár, sem mynd- ast á grónu landi vegna vegagerðar. I vegalögunum sjálfum, sem eru frá 1963, er líka ákvæði um að veghald- ari, sem mun vera j>að sama og vega- vinnuverkstjóri, skuli jafnan leitast við að valda sem minnstum spjöllum á gróðri við vegagerð og græða upp sár, sem myndast á grónu landi við vegagerð. Þetta er mjög þarft ákvæði og ætti að ganga ríkt eftir því að því sé framfylgt, því víða er hreinasta forsmán að sjá hvernig gróið land er útleikið eftir jarðýtur vegagerðar- innar og þess ekki alls staðar gætt að græða sárin. Sjálfsagt geta fleiri en ég nefnt dæmi um það fyrirvaralítið. I vegalögum er aftur á móti hvergi á það minnzt, að tekið skuli tillit til náttúruverndarsjónarmiða við vega- lagningu, eða að óheimilt sé að taka til vegagerðar svæði, sem teljast til náttúruprýði og skylt sé að vernda, eins og segir í jarðræktarlögunum. Með lögum nr. 50 frá 1928 voru Þingvellir við Oxará gerðir að „frið- lýstum helgistað allra íslendinga“ eins og lögin orða J>að og skyldi frið- unin taka gildi frá og með ársbyrjun 1930. Landið innan tiltekinna marka skyldi, eftir því sem fært reyndist, varið fyrir ágangi búfjár og skógur- inn og villidýralif, sem þar kynni að 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.