Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Side 22
Timarit Máls og menningar hnattrænt, eins og auðhringar þeirra höfðu teygt armana um öll lönd. „Hvernig sem styrjöldin fer, hefur Ameríka lagt út á rúmsjó imperíal- ismans, hæði í heimsmálum og í öll- um sínum lífsháttum, með öll þau tækifæri, ábyrgð og hættur sem því er samfara," sagði dr. Virgil Jordan, forseti iðnaðarráðs Bandaríkjanna 10. des. 1940, og hann útlistaði nánar hvernig England, þó það biði ekki ósigur, hlyti að koma veikt út úr styrjöldinni og Bandaríkin að taka við af því sem heimsveldi. Þarna er skýrt mörkuð sú stefna sem fylgt hef- ur verið. I samræmi við hana skiptu Bandaríkin hnettinum í svæði og völdu sér stöðvar sem bezt lágu við innan þeirra. Við höfum ekki sjaldan hér heima heyrt orðatiltækið: mikil- væg lega landsins. Og ekki þarf mikla þekkingu á suðaustursvæði Asíu til að sjá hve mikilvæg er lega Víetnams, fyrir utan landsgæði og verðmæt hrá- efni sem sótzt er eftir. Víelnam liggur miðsvegar á svæði með 300 miljónum íbúa, sunnan 17. breiddarbaugs, fast upp að landamærum Kína. Auðvitað fór ekki fram hjá hinu uppsiglandi lieimsveldi mikilvægi þessarar að- stöðu, og Bandaríkjunum bauðst gull- ið tækifæri þegar Frakkar urðu að hrökklast frá Víetnam til að koma sér þar fyrir í staðinn. Þau voru líka ný- húin að tapa Kóreustríðinu og meg- inlandi Kína þar sem þau liöfðu veðj- að á Tsjang Kai-Sék. Þegar litið var á hnöttinn varð líka að gera sér grein fyrir því að yfirráð imperíalismans voru þar ekki lengur óskoruð, að ríki sósíalismans höfðu tekið stóra sneið frá honum, að veldi hans voru takmörk sett við landamæri þeirra, og því mikilvægari voru þau lönd sem upp að þeim ríkjum lágu, og það var komið nýtt stórvægilegt at- riði inn í söguna: að koma með öll- um ráðum í veg fyrir að landamæri sósíalismans breiddust víðar út, að ekki yrði gengið lengra á yfirráð imperíalismans. Þarna var Foster Dulles fastur og ósveigjanlegur og þeir sem eftir hann komu hafa ekki hvikað frá stefnu hans. Dulles sagði í ársbyrjun 1954 að hagsmunir Bandarikjanna í fjarlægum Austur- löndum lægju beinlínis í því að not- færa sér það sem nefnt væri „eyja- keðjan með strandlengjunni“, þ. e. frá Norður-Kóreu til Indó-Kína, og 6. ágúst sama ár lýsti hann yfir: „Eg vona að draga megi varnarlínu gegn kommúnismanum og hún liggi frá Hué að norðan og um Kambódíu og Suður-Víetnam sunnan 17. breidd- arbaugs“. Og einmitt þetta var til- gangurinn með Manillaráðstefnunni þá um haustið og stofnun Suðaustur- asíubandalagsins, hliðstæðu Nató okkar megin á hnettinum. Og hér er einmitt komið að þeirri hugsjón sem allt verður að víkja fyrir, inn að sjálfri kviku auðvalds og imperíal- isma: að festa sér ítök og halda þeim 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.