Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 45
ÖkuferS: frá Skugganum til Djúpsins
sígur, ég er ekki einu sinni kurteis, ég fer að afsaka mig frammi fyrir þér
og þú horfir ekki á mig, er fjaran drukkin, veit ég eittkvað, er vert að vera
til og eiga heim að dýrðast í og hafa áhyggjur? Það er skylda mín að gánga
frá þessu, þú hlýtur að fyrirlíta mig takmarkalaust, þú hagar þér að minnsta
kosti kurteislega, horfir núna á mig einsog ég væri stytta, túngl, hundur. Af
kverju svararðu mér ekki, á ég að hrækja á þig, heldurðu að það sé ekki'
liægt að fá þig til að tala, varðar þig ekki um penínga, að eiga heimili og
undursamlegt Tónverk? grösin fara að hrenna, er ég ekki sú sem ég hef
verið, á ég að láta hrákann vaða, kanntu ekki mannasiði. Segðu: Kvað ætlið
þið að gera við mig? Segðu: Gerið það ekki! Segðu eitthvað. Glottu bara!
þótt þú færir loksins að njóta lífsins, ertu að færa þig upp á skaftið, getur
verið að þú hatir mig ekki. En ósmekklegt! Ertu að bíða eftir hráka. Tal-
aðu! Ertu svona hræddur? Nei, segir þú. Loksins hefurðu talað, þakka þér
kærlega, þetta er kurteisi,nú talarðu allt í einueinsogþúfylgdistíraun og veru
með því sem fram fer, svækjan kemur yfir okkur volg og sjúgandi, við stönd-
um á öndinni af viðbjóði, þetta er undarlegt, ég hætti að miða, því tekur
því, þér miðar kvorki fram né aftur, ég er ekki að búast við að þú fáir fulla
vitund, við blíð og hljóð í flæðarmálinu. Ég hef framið glæp! segirðu.
Kvers vegna? Kvaða glæp, spyr ég. Ég hef tapað Tónverkinu. Skræktu bara!
segir Manni á fjörugrjótinu. Ætli nokkur heyri til þín! Já, segi ég, skræktu
bara. Ég er ekki fjarri þér, ég tala af hita, ég vil aðeins tala, ég vil að allir
tali ákafa heitum orðum, mér leiðist, mér er flökurt. I guðanna hænum tal-
aðu! Af kverju talar enginn. Það er bara þögn. Svona eru þá lokin, segi ég
og reyni að miða. Ætlarðu ekki að tala? Nei, segir þú. Ég hitti þig aftarlega
við vinstra eyrað, þetta er ílla hitt, samt er hlaupið varla meir en byssulengd
frá þér. Þú fellur. Það er meir af mæði en þessu skoti, þú fellur samt, svei
mér þá: þú sest, einsog af tilviljun fremur en getu eða ráði, það er líkt og
sekkur falli á fasta jörð, fremur ósmekklegt má segja. Ertu móður. Þú situr,
horfir á okkur, þú ert ekki enn búinn að missa rænuna, veit nokkur um það,
kvern varðar um það, því að vita eittkvað kvað þýðir það, kvers vegna þá að
segja orð, heimurinn er með þögnina í öllu ráði sínu og lætur ekki frá sér
stunu. Ég veð til þín, ég tala (er það ósmekklegt?), ég veit ekki kvað ég á
að éta í kvöld, ég hef ekki gefið mér tíma til að hugsa um það fyrir leið-
indum, ég vil að við tölum afar mikið, ég sýng, ég er afar göfug. Þér virðist
kvorki vera þökk í þessu né óþökk, við erum að tala saman, Manni og
Tjúlli líta til mín þar sem ég er yfir þér, kvað eru augu þín, það eru engin
augu, túngan lafir úr þér. Kve ógeðslegt. Ég veit ekki kvað þetta er, sólin
35