Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 83
Magnús Fjalldal
Um hlutdrægni sagnfræði
Þessi stutta athugasemd er hvorki tilraun til að sanna eða afsanna kenningu
Ernst Blochs um hlutdrægni vísindanna, né heldur ályktanir hans um yfir-
burði marxískrar hlutdrægni. Ég mun einungis útskýra örlítið nánar hvað
það er, sem aðskilur sagnfræði frá hinum svokölluðu raunvísindum.
Sagnfræði er ekki vísindagrein í venjulegum skilningi þess orðs. Hún
veitir engin algild svör, sem allir geta prófað eins og þær raunvísindagrein-
ar þar sem hægt er að beita málbandi og reglustiku til að finna óumdeilan-
lega lausn. í sagnfræði er fyrst og fremst tvennt, sem máli skiptir, þ. e. heim-
ildirnar, sem rannsaka skal svo og sagnfræðingurinn sjálfur.
Areiðanleiki heimilda er að sjálfsögðu ákaflega mismunandi og því mið-
ur er það oft svo, að áreiðanlegustu heimildirnar segja okkur heldur fátt um
orsakasamhengi atburða. Sem dæmi um þetta getum við tekið heimsstyrjöld-
ina fyrri. Það er söguleg staðreynd, að stríðið skall á 1914 og sömuleiðis
söguleg staðreynd, að því lauk fjórum árum síðar og við þetta má svo bæta
urmul annarra heimilda, sem ekki verða vefengdar sem slíkar. En ef við
spyrjum einfaldrar spurningar eins og td. af hverju þessi styrjöld hófst
þá verður hinum sögulegu staðreyndum fátt um svör, því að þær eru ein-
ungis hækjur, sem við getum stuðzt við í mati okkar á heimildumm. Mér er
kunnugt um 14 mismunandi kenningar um uppruna þessarar styrjalda og
vafalaust eru þær enn fleiri. Samt sem áður styðjast allir þessir sagnfræð-
ingar við sömu heimildir að mestu leyti, munurinn felst einungis í vali
þeirra og túlkun á staðreyndum.
En lítum þá á skepnuna sjálfa, sagnfræðinginn. Það má líkja honum við
síu, sem sigtar þær heimildir sem hann hefur yfir að ráða. Sagnfræðingar
eru hvorki betri né verri en annað fólk og áhrifagjarnir ekki síður en aðrir.
Það er því lítill vafi á því að mat sagnfræðingsins á viðfangsefni sínu
stjórnast að meira eða minna leyti af umhverfi hans, hversu heiðarlegur sem
hann kann að vera.
í stuttu máli held ég, að fáum sagnfræðingum dytti í hug að afneita full-
73