Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar andi, þetta er makalaust, þú ert með opinn munn, er það ógeðslegt, er þér ekki sama um allt, ertu hræddur, þetta eru ekki mannahljóð, eru það hljóð úr skepnu, hyssan er farin að leita að höfði þínu. Manni brosir, nú finnst honum gaman að lifa, enda er hann kurteis. Kvað ætlið þið að .. . segir þú í það mund sem kúlan gusast úr byssunni, hún sker höfuðleður miðs kvirf- ils, þú kastast dáldið til sýnist mér, þér tekst að hafa fæturna undir þér þótt þú sért valtari en áður, var það sárt, skrítið að sjá þig blaka liöndum í sum- arsvækjunni. Þú veist ekki lengur kvað komið hefur fyrir, eða kvað, augu þín eru á kvolfi,það er einsog þú vitir jafnvel ekki afokkur sem erum hérna að horfa kurteislega á þig, erum við ekki hér, tekur því að vita það, sérðu okkur ekki. Þér ferst! að vera svona hlutlaus, einsog við værum ekki fær um að veita þér hjálp, það er naumast, það er ekki kurteist, blóðið rennur yfir rángkvolft augað niður á kinn, þaðan niður á háls. Þú hefur höfuðið í lúkum þér, andlitið veit mót himni, það er þér líkt, einsog öllum þessum trúuðu sál- um. Við stöndum kyrr, enginn segir orð. Allt í einu líturðu til okkar öðru auga því hitt hefur lokast af blóði, eittkvað er þetta undarlegt, nú ertu á einkvern hátt orðinn að manni sem allt snýst um, augað virðist kvorki vega dyggðir né lesti, þú biður ekki um neitt. Ég þoli ekki að sjá blóð! segi ég, en Manni gýtur til mín auga sem snöggvast, svo horfir hann kurteislega á mig. Engan æsíng, segir hann. Það er búið kvort sem er. Þú ert of hlutlaus, hefurðu tapað áttum, því þú snýrð stundum baki við landinu sem við stönd- um á, leiðist samt með soginu sitt á kvað. Ég þoli ekki að sjá þetta, segi ég, það er satt, ég hef alltaf verið hrædd við blóðnasir eða hálsa á skepnum sem eru skornar. Ég þríf byssuna úr höndum Tjúlla, er Tjúlli bara áttur, á hann ekki sjálfan sig? Byssan er ekki hlaðin, hann hleður hana, enn eru tvö skot eftir, ég geng út í sjó með byssuna, ég þori ekki að gánga mjög nálægt þér, ég miða þar til ég fæ auga þitt til að vera í skotmáli. í þeim svifum keyrirðu höfuðið í átt til mín, áttu eittkvað ósagt, þú starir á mig þessu stóra auga, elskaði það mig í lífinu, elskaði ég hjarta þitt, mér sýnist blóðið á andliti þínu hafa þykknað, eru blóðlifrar að renna niður um ásjónuna, þú neyðir mig til að horfast í augu við þig. Attir þú eittkvað ósagt? Andlitið er mjög nærri, ég sé hitann rjúka upp með blóðinu, það væri annað að horfa á þetta ef þú segðir eittkvað, segðu eittkvað, er mannlegt kvernig þú hagar þér, það er ekki svo vel að þú sért fuglahræða, því þú brosir. Þú lítur ekki niður á mig, kvers vegna ekki, kvers vegna elskarðu mig þá ekki, kem ég þér ekkert við! Þetta er svívirðilegt, er heimurinn af göflum að gánga? Er þetta að horfa á mann án haturs, einsog ég væri ekki hér, er ég tómur himinn. Byssan 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.