Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 129
Vissi ég ekki að’ Helgi Háldanarson,
höfundur að þessum Ijóðaþýðingum, væri
manna ófúsastur að hverfa frá brauðstriti
sínu, liefði cg talið það menningarlega
skyldu íslenzka ríkisins að gera honum
kleift að helga sig hugðarefnum sínum
einum og húa honum kjör á borð við þau
sem snilldarþýðendum buðust í borginni
Bagdad fyrir eitt þúsund árum - til að
þýða bók allra kínverskra bóka á íslenzka
tungu í jafnmeistaralegum búningi og
þessum.
Rögnvaldur Finnbogason.
„ÞANGAÐTIL MUN ÉG SKJÓTA
ÖRVUM MÍNUM“
Pétur Gunnarsson álítur tvímælalaust að
bókmenntir séu spegilmynd þess raunveru-
leika sem þær eru sprottnar úr.1 Þetta upp-
haf kann að hljóma kunnuglega en áður
en lesandinn leyfir hugsuninni - aha,
dólgamarxisti ... - að gægjast úr hugar-
fylgsninu vil ég taka það fram að ég á
ekki við kredduskilning eða „dogma“.
Þegar talað er um raunverulejka, í þessu
sambandi, er jöfnu báðu átt við huglægan
og hlutlægan veruleika. Allar bókmenntir,
sem samdar eru, taka mið af slíkum veru-
leika einfaldlega vegna þess að í honum
eru öll viðmið og þekking manna fólgin.
Maðurinn sem býr til bókmenntir sleppur
aldrei úr þessu neti viðmiða og þekkingar
því hversu „ópólitískur“ sem hann segist
vera kemur hann alltaf upp um sig. Jafn-
vel æðisgengnasti veruleikaflótti og lífs-
lygi í skáldskap leggja ótvíræð gögn í
hendur þeim sem vill skilja samfélag hans.
Ég staðhæfði í upphafi máls míns að af
þessu tagi væri skilningur Péturs Gunn-
arssonar á bókmenntum og samfélagi,
1 Pétur Gunnarsson: Splunkunýr dagur
Heimskringla 1973. 100 bls.
Umsagnir um bœkur
hlutverki Ijóðs og skálds. Það er því ekki
úr vegi að reyna að færa nokkur rök fyrir
því og best til fallið að leita fyrst upp-
sprettunnar og athuga hvaða raunveruleiki
sést í Ijóðum Péturs.
Borgir Vesturlanda eiga mikil ítök í
Ijóðunum og það getur varla talist undar-
legt. Löndunum er stjórnað frá borgum,
þar er ráðum ráðið og þar er drýgstur
hluti hvers konar framleiðslu og neyslu.
Þar er bæði fín menning og hinsegin
menning og síðast en ekki síst mestur
hluti fólksins. Lýsingar Péturs á borginni
eru eindregnar. Ef nefndir eru nokkrir
drættir í þeirri mynd þá er borgin steinn,
skýskrafar standa upp í loftið eins og
tittlingar með holum þar sem fólkið býr og
þar sem það æðir út og inn. Padda hleyp-
ur æðandi og reykspúandi um göturnar
með fólkið þegar það er ekki að vinna
fyrir matnum og steininum sem umlykur
það:
og ef maðurinn einhverntíma var
þá er hann hvað í þessu grjóti?
Undir öllu þessu grjóti, í iðrum jarðar, í
loftleysi, skít og hávaða, bíður fólk eftir
öskrandi skröltorminum sem fer með það
í vinnuna svo að það geti unnið fyrir
meiri mat og steini. Það er þannig ekki
borgin sem slík sem máli skiptir heldur
hlutverk hennar:
borgin er lífsform
rammi utanum líf fólksins
svo það lendi ekki á villigötum
Flestir ganga líka þær réttu götur sem
eru beinar og breiðar. Þess vegna lifa
milljónir manna hamingjusnauðu lífi inn-
an ramma borgarinnar. Þegar nýr dagur
rennur upp valcnar borgin:
eitl af öðru uppljúkast húsin
útúr þeim stígur fólk
útí nýjan dag
119