Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
um tækist að skila af sér því sem hann vildi sjálfur kalla „þungvæga lær-
dómsgnægð“.
Svo við höldum okkur enn við sagnfræðina og látum jafn erkihlutdrægar
greinar og borgaralega hagfræði, lögspeki og listskoðun 19. aldarinnar liggj a
á milli hluta, þá er ekki úr vegi að víkja stuttlega að Ranke.4 Víst er um
það, að sem sagníræðingi mætti líkja Ranke við „kyrrlátt veraldarauga“.
Hjá honum verður hvergi vart andúðar eða velþóknunar í garð þeirra ein-
staklinga, sem hann dregur upp myndir af. Ranke var svo sannfærður um
algera hlutlægni sína, að hann gat sagt sem svo: „ég dirfist ekki að setjast
í neinn alheimsdómarastól“. Hann gerði sér ekki far um að lýsa með neinum
sérstökum þunga þeim augnablikum sögunnar, sem fá hjartað til að berjast
í brjósti manns, og hélt því fram, að öll söguskeið ættu það sammerkt, að
þau stæðu „frammi fyrir augliti guðs“. Þessi alltof yfirdrifna málefnalega
afstaða var þó aðeins hafin yfir hlutdrægni í einstaklingsbundnum skilningi.
Hlutdrægni þessa nytsemislega viðhorfs Rankes er einmitt fólgin í því, að
hann vék sér undan því að setjast í alheimsdómarastól. Fjallað er um sög-
una einsog hvert tímabil hafi náð takmarki sínu. En einmitt á þennan hátt
afneitaði íhaldssinninn framförum í sögunni. Hann lagði að jöfnu tímabil
framfara, sem raunverulega skiptu sköpum í veraldarsögunni, og afturhalds-
sama tíma sem lifðu og nærðust á þeirri trú, að þeir stæðu frammi fyrir
augliti guðs. Það var því ekki um að ræða neitt hlutleysi meðal vísinda-
manna hinnar „hlutlægu“ 19. aldar. Hlutleysi var hvorki til í formi neinna
skilyrðislausra né óháðra vísinda (sem Max Weber5 var enn trúaður á).
Hlutleysi var ekki annað en vöntun á meðvitund og yfirvegun eigin hlut-
drægni.
Hlutdrœgni í náttúruvísindum.
I náttúruvísindum rekumst við á hlutdræga hugsun af líku tæi. Ágreinings-
atriði innan náttúruvísindanna sjálfra hafa aldrei verið jafn nátengd annars-
konar ágreiningi einsog á okkar dögum. Þessi tengsl snerta sjálft starf nátt-
úruvísindamannanna nánar en menn gera sér almennt grein fyrir, enda þótt
þesskonar iðja virðist á ytra borði hafin yfir allan ágreining. Það sem hér
um ræðir á einkum við um aðdraganda rannsókna, þann hátt sem hafður er
á umfjöllun vandamála, og þó fyrst og fremst þær alhæfingar, sem fram eru
settar á grundvelli ákveðinnar heimsmyndar. Hér breytir engu, þó unnt sé
að gera ítarlega grein fyrir einstökum atriðum rannsóknanna. Það skiptir
54