Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 125
Það er ekki eins einfalt og ætla mætti
að þýða dödens drömmar hér með jeigðar-
draumar. Varla er hægt að lesa þessa línu
í frumkvæðinu án þess að upp í hugann
komi orð Hamlets í frægustu einræðu
lians: „For in that sleep of death what
dreams may come / When we have shuf-
fied off this mortal coil ...“ eða í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar: „því hvaða draum-
ar dauðasvefnsins vitja, / þá holdsins
fjötra-fargi er af oss létt.“ Hér fer öll
nákvæmni forgörðum með þessum feigð-
ardraumum sem hljóta að merkja annað
og ekki bætir úr skák þegar „blev ett med“
eða sameinaðist er þýtt með að verða
jylgja sem er auðvitað allt annað. Mér
finnst liggja beint við að skilja línuna
þannig að hún merki: á því andartaki er
líf og dauði sameinuðust, þe. á dauða-
stundinni. Þessari tilfinningu fyrir stað í
tíma heldur Lindegren fastri í næsta
vísuorði með hinu sérkennilega orði an-
ingstimma, en það fer líka forgörðum í
þýðingunni og feigðin stingur aftur upp
kollinum. I annarri vísunni fer einnig mik-
ið forgörðum. Sjálfsagt hefur verið freist-
andi að þýða sögnina að vera með maki
og líkur, en með því er eyðilögð skírskot-
un til mikilvægra orða Hamlets sjálfs sem
sagði við móður sína: „Seems, madam?
Nay, it is. I know not ‘seems’.“ Þessi grein-
armunur er grundvallaratriði hjá Shake-
speare, og að ég hygg líka hjá Lindegren.
Það er þess vegna skaðvænlegt að gera
hann að engu. Hin þverstæðufulla mynd
Lindgrens í seinni hluta þessa erindis
„visshet som stod till rors pá otásshetens
hav,“ er hnitmiðuð. Máttlausari og óljós-
ari eru orð Hannesar: „vissu / er sigldi
óskabyr um áttlaust haf.“
Vel getur það verið að jafnflókið og
torvelt kvæði og Himinför Hamlets verði
ekki þýtt á íslensku nema mikið fari for-
görðum af merkingu frumkvæðisins, en
Umsagnir um bœkur
spurningin verður bara hvenær svo mikið
hefur farið forgörðum að hetur er ógert.
Víst er mikill skáldskapur í þessari þýð-
ingu Hannesar og kannski nægja þessar
tvær vísur til að sýkna hann:
Og djúpsins hvítu logar lustu hann blýi,
og orðin hrukku eins og hrat úr þreski,
unz steinninn hrundi úr hrikalegum
rúslum
og uglan vœldi í Ijóssins salta súg.
Þá sá hann höllina til himis svíja,
skínandi riðin bar við sortans svelg,
og báruvakinn kjökraði við klettinn
]>ar sem hinn grœni glitajleygur brast.
I þýðingum Hannesar á Lindegren hef
ég rekist á ýmislegt fleira sem mér þykir
til lýta. I Veglaus maður V er þessi Ijóð-
lína: „og varðmaður píslanna hörfar að
huslaðri trú“, en í frumkvæðinu stendur:
„och lidandets vaktare flyr mot en fond
av tro.“ Hér gefur huslaður, sem venju-
lega fylgir hrœ, vísuorðinu allt annan blæ,
ef ekki aðra merkingu en það hefur í
frumkvæðinu. í kvæðinu íkaros er einn
óskiljanlegur þýðingargalli í upphafi.
Lindegren kveður: „Bort domnar nu hans
minnen frán Iabyrinten,“ en Hannes þýð-
ir: „Nú dofna minningar hans frá öng-
stigunum.“ Ongstígar getur svo sem verið
ágæt þýðing á labyrint, ef það er notað í
óeiginlegri merkingu, en hér er það ein-
mitt notað um hið upphaflega völundar-
hús, enda þýtt með því orði síðar í sama
kvæði. Hvers vegna ekki hér?
Kvæði yngstu kynslóðarinnar í Norræn-
um Ijóðum einkennast í senn af einfald-
leika og félagslegum viðhorfum, eða eins
og Hannes segir í inngangi: „Frjálslegt,
óhátíðlegt og næstum strákslegt orðfæri
... og hversdagslegt efnisval opnar nýja
möguleika til að kanna veruleikann, þreifa
á hlutunum og átta sig á einföldum stað-
115
L