Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 119
Þjóðhátíð
fá þetta í sig, þeir máttu vesgú lúffa fyrir ofureflinu. Það voru oft kóngar
sem létu þá fara út í þetta, skipuðu þeim það.
Þetta var hið betra, hið æðra.
Hið verra: það skelfilega böl sem því fylgdi að láta sér lítast á stúlku, og
aldrei er í fornum dróttkvæðum vísum minnst svo á man eða mey að því
fylgi ekki grátstafur í kverkum: aldrei bíð ég þín bætur; sá geisli sýslar
óþurft mína.
Hneykslið mikla
Uppi á vestri bakka Almannagjár stóðu tuttugu ungmenni öll í fínum
líkama með fínu blóði í fínum æðum, og veifuðu spjöldum með: „Ur Nató,
úr Nató,“ og „Herinn burt, herinn burt,“ kölluðu líka því þeim var mikið
niðri fyrir, og svo mikill var í þeim ákafinn og guðmóðurinn að lýsti af,
og stóðu þau þarna í bjarmanum af sólinni og sjálfum sér, hvimandi og
patandi, berandi við himinloftið, og líkaði þetta himinloftinu því það gerði
þau einhvernveginn samlík (og samlit?) sér. En ekki líkaði þetta öllum, ekki
lögreglunni, og kom hún óðamála í stóru líkömunum sínum með stóra hnefa,
vel sterka. Síðan reif hún spjöldin af krakkaskrílnum (sem einhverjum
fyrirspurnarmanni í Vísi þótti hann vera) tók ungmennin, spriklandi og
æpandi (giska ég á), setti í poka og bar heim í helli sinn (Steininn?) eins
og skessan strákinn. Og er þetta fólk úr sögunni.
Þegar stórhátíð er á Þingvöllum þá er ég þar alltaf viðstödd til að viðra
mig, stundum í rigningu, og þá blaut og ónotalegt, stundum í sólskini og
ómótt (?), stundum í hvorugu og þá er best.
Það er stóreflis tankur þarna fullur af tærasta lindarvatni, og er enginn
drykkur betri, en frá honum var engum sagt og fékk enginn úr honum neitt,
og vatnið volgnaði ódrukkið og varð ódrekkandi. í stað þess átti að selja
ótæpt af vondum drykk og svo mikil ös var við þá búð að enginn fékk neitt.
Já enginn neitt. Þetta var mikill þyrstingardagur. Heitur líka.
Enginn sá neitt í fjöllunum og sólskininu nema fegurð tóma, og öllum
þótti allt sem flutt var jafnt bundið mál sem óbundið, ákaflega fagurt. Allir
voru á einu máli um það að önnur eins hátíð hefði aldrei verið haldin og
mundi aldrei verða.
„Flagglausa stöngin fagnar danskri slekt ...“
Um það var ort vísa sem svona byrjar, 1930, þegar rauðhvíti fáninn, sem
109