Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 119
Þjóðhátíð fá þetta í sig, þeir máttu vesgú lúffa fyrir ofureflinu. Það voru oft kóngar sem létu þá fara út í þetta, skipuðu þeim það. Þetta var hið betra, hið æðra. Hið verra: það skelfilega böl sem því fylgdi að láta sér lítast á stúlku, og aldrei er í fornum dróttkvæðum vísum minnst svo á man eða mey að því fylgi ekki grátstafur í kverkum: aldrei bíð ég þín bætur; sá geisli sýslar óþurft mína. Hneykslið mikla Uppi á vestri bakka Almannagjár stóðu tuttugu ungmenni öll í fínum líkama með fínu blóði í fínum æðum, og veifuðu spjöldum með: „Ur Nató, úr Nató,“ og „Herinn burt, herinn burt,“ kölluðu líka því þeim var mikið niðri fyrir, og svo mikill var í þeim ákafinn og guðmóðurinn að lýsti af, og stóðu þau þarna í bjarmanum af sólinni og sjálfum sér, hvimandi og patandi, berandi við himinloftið, og líkaði þetta himinloftinu því það gerði þau einhvernveginn samlík (og samlit?) sér. En ekki líkaði þetta öllum, ekki lögreglunni, og kom hún óðamála í stóru líkömunum sínum með stóra hnefa, vel sterka. Síðan reif hún spjöldin af krakkaskrílnum (sem einhverjum fyrirspurnarmanni í Vísi þótti hann vera) tók ungmennin, spriklandi og æpandi (giska ég á), setti í poka og bar heim í helli sinn (Steininn?) eins og skessan strákinn. Og er þetta fólk úr sögunni. Þegar stórhátíð er á Þingvöllum þá er ég þar alltaf viðstödd til að viðra mig, stundum í rigningu, og þá blaut og ónotalegt, stundum í sólskini og ómótt (?), stundum í hvorugu og þá er best. Það er stóreflis tankur þarna fullur af tærasta lindarvatni, og er enginn drykkur betri, en frá honum var engum sagt og fékk enginn úr honum neitt, og vatnið volgnaði ódrukkið og varð ódrekkandi. í stað þess átti að selja ótæpt af vondum drykk og svo mikil ös var við þá búð að enginn fékk neitt. Já enginn neitt. Þetta var mikill þyrstingardagur. Heitur líka. Enginn sá neitt í fjöllunum og sólskininu nema fegurð tóma, og öllum þótti allt sem flutt var jafnt bundið mál sem óbundið, ákaflega fagurt. Allir voru á einu máli um það að önnur eins hátíð hefði aldrei verið haldin og mundi aldrei verða. „Flagglausa stöngin fagnar danskri slekt ...“ Um það var ort vísa sem svona byrjar, 1930, þegar rauðhvíti fáninn, sem 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.