Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 117
Þjóðhátíð fagri, sem sumir vilja upp höggva og í eld kasta, vegna þess að þeir halda hann óþjóðlegan vera. Það er sumsé í honum fura. En hún sprettur vel, hérna vill hún vera. Það er trú mín að fólk sem ekki vill líða í landinu jafn saklausa hluti og þetta harpiksríka tré, muni síðar fara halloka fyrir furunni, hún verði hærri. Annars er ótrúlegt að sjá hve vel þessum þolinmóða og auðmjúka gróðri landsins tekst að prýða landið, því hann dregur á það ör- þunna himnu með gliti, svo ekki er meira gaman að fljúga yfir önnur lönd, sem ýmist eru hulin mistri og móðu í hitunum, eða aukin saman úr allavega litum bómullartuskum, klipptum úr gauðslitnum flíkum, svo þær geti enn komið að nokkru gagni, eða sandgrá, eins og skosku hálöndin, heldur er ísland þá í heiðskíru veðri seint í júlí eða ágúst, eftir gott sumar, svo yfir- fullt af fegursta strammaskáldskap, að það mundi taka milljón konur milljón ár að vinna úr því til fulls. Nú stigu enn pótintátar á paldra, og fór þetta tal mestallt í mig eins og sá vindur sem gleymist af því að hann er engrar merkingar nema fúinnar, en þarna var nú svo sem engum fúa fyrir að fara, því þar voru þeir sem æðstir eru, og maður lítur aldrei upp á, svo sem biskupinn, forsætisráðherr- ann, skáldið Matthías annar, skáldið Thómas fyrsti, lögfræðingur sem einu sinni ætlaði að verða forseti, annar sem tilraun gerði um daginn til að verða forsætisráðherra, og tekst það vonandi næst. En svo kom upp á paldrið einn pótintátinn til, og þá upphófst milli mín og fallega mannsins bláa, hvíta og svarta, skrítið samspil, því í hvert sinn sem þessi gamli brandarameistari hespaði af sér nokkuð nýtt, sem ég trúi enginn hafi sagt fyrr, þá hlógum við bæði, maður þessi og ég, og hlógum svo innvirðulega saman, að hláturinn mættist á miðri leið eins og glófáinn chalix, sem síðan steig upp, og ætla ég á að drottinn hafi hirt þetta til geymslu, eða látið englana gera það. Síðan sté þessi maður, jafn ljóslitaður í gær og fyrir fimmtíu árum, þegar ég sá hann fyrst og vissi á honum engin deili (nema hvítur líka núna) niður af þessum trépalli sem hann gerði að tribúnu á meðan, sjálfur sem einn imperator, sigrarinn dauðans sanni, drápsmaður allra pedicula á íslandi - að honum niðurstignum varð tríbúnan að trépalli aftur. Dagurinn leið i hógværð og fögnuði eins og allir vildu vera góðir við alla (meira að segja mig, sem aldrei hef átt neitt gott skilið) en veðrið blíð- ast og best, og lofuðu það allir. Nema ein forundrunarleg sál, sem aldrei kann við sig í sólarljósi, sem aldrei finnst gaman að líta yfir landslag í hádegis- sólskini úr heiði. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.