Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 73
Hlutdrœgni vísindanna
sjálfri eymdinni koma auga á byllingarsinnað afl; að hann skyldi greina vísi
að skilyrðum fyrir betra heimi í rangsnúnu efnahagskerfi; að hann skyldi
eygja merki um ríki frelsisins mitt í ríki nauðsynjarinnar. - Marxisminn
hefur allar framfarasinnaðar tilhneigingar í þessum heimi á valdi sínu.
Skarpasta hlutdrœgnin byggist á þeirri hlutdrœgni sem er fólginn í hlutunum
sjálfum.
Hlutdrœgni viðfangsefnisins sjálfs
Að öllu þessu sögðu má það ljóst vera, hve hjárænuleg sú skoðun er, að
maðurinn geti stundað vísindalegar rannsóknir sínar séráparti, án tillits
til veraldarinnar um kring. Séu þeir vísindamenn hinsvegar tii sem aðhyllast
slíka fásinnu, þá bíður slíkra manna ekki annað en að gerast handbendi
dulinna hagsmuna. Meðvituð hlutdrægni sem samsvarar upplýstri hlut-
drægni viðfangsefnisins sjálfs, er hin raunverulega driffjöður þekkingar-
innar, þeirrar þekkingar sem hyggist á skýrri vitund um þær þjóðfélagslegu
aðstæður sem endurspeglast í viðfangsefninu sjálfu. Viðfangsefnið losnar
á þennan hátt við það vörueðli, sem því er áskapað á ytra borði, tilvera þess
er ekki lengur undirorpin hlutgerðri firringu. Hin borgaralega heimsmynd
vélhyggjunnar falsaði og afskræmdi náttúruna. Heimsmynd marxismans
endurspeglar og mótar hana til samræmis við þær díalektísku tilhneigingar,
sem hún býr yfir. Það er og aðeins á valdi hreyfingar sem miðar allt starf sitt
við þessar díalektísku tilhneigingar að uppljúka þeim víddum sem veruleik-
inn gefur í reynd færi á og skapa tengsl milli framtíðarinnar og þess mark-
miðs sem stýrir mótun veruleikans sjálfs. Þess vegna er marxísk hlutdrægni
í hœsta máta hlutlœg í eðli sínu. Með því að hún nær til möguleika sem eru
raunhœfir frá hlutlœgu sjónarmiði, er hún hin eina sanna vísindalega af-
staða okkar tíma. En það þýðir jafnframt, að þessa hlutdrægni í þjónustu
markmiðsins má ekki einfalda um of og einskorða hana við það sem fyrir
liggur hverju sinni. Þvert á móti er hún enn að mörgu leyti ófullkomin og
verður að fá að þróast. Það mikilvægasta sem þessi hlutdrægi skilningur
hefur leitt í ljós, og jafnframt þungamiðja þeirrar hlutdrægni sem fólgin er
í veruleikanum sjálfum, er hinn hlutlægi og raunhæfi möguleiki á því að
hæta heiminn. „Ástríðulaus stilla þekkingarinnar“, „ljósvaki hinnar hreinu
hugsunar“ - hvorttveggja er innantóm blekking og á ekkert sammerkt með
hlutlægri afstöðu. Hlutlægnin og sá veruleiki sem hún hlýtur að laga sig
eftir, er enn í myndun, en ekki staðnað fyrirbæri sem nægir að velta vöngum
63