Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 115
Um heimspekirit Brynjólfs Bjarnasonar
og þaS af vorum heimi. Þrátt fyrir allt er hið smáa, rislága líf mikillar ættar, því að vér
höfum fundið dýrð tilverunnar, sem það er þáttur af.“
Það geislar af þessum uimnælum höfundar. Milli hins andlega leifturs og
hins tæra skilnings, er lögbundið samhengi. Og milli hins tæra skilnings og
rök-snilligáfunnar er samhengið einnig lögbundið. En lífsfegurð og lífsmátt-
ur hins lögbundna samhengis felst einmitt í þeim kjarna þessarar hástæðu
heimspeki, að heildin sé miklu meiri en þættir hennar samanlagðir, „fruml-
ur kerfisins.“
Nú eru víðskyggnir, hálærðir raunvísindamenn farnir að staðhæfa, að
innstu hræringar atómsins séu ekki aðeins geislandi sveiflur, heldur jafn-
framt músík - að tilveran sé í innsta eðli sínu músík. Að öldusláttur atóm-
anna sé í innstu veru sinni hljómkviða. Með öðrum orðum: Einingin, sem
tengir allífið saman er geislandi tónn, - töfrandi músík. Þess vegna lyftir tón-
listin mannssálum í hæstu hæð, og tengir sálir saman öllum öðrum fyrirbær-
um fremur.
Hið lögbundna samhengi vitundar og verundar, sjálfsveru og hlutveru, er
í eðli sínu og veru órjúfanlegt. Þegar hér er komið sögu heimspeki og raun-
vísinda, hlýtur mönnum að skíljast það betur en áður, hversu örmjótt strikið
er orðið milli hinnar göfugustu heimspeki og hinnar æðstu trúar. Að allar
sálir eru með einhverjum hætti tengdar - og falla að síðustu inn í samhljóm
allífsins. — Að efnisveruleikinn er í innsta eðli sínu ódauðlegur, hvað þá
sjálfsveran. - Að fegurðin er algild eilíf verund.
Þessi heimspeki nefnir æðstu verund mannsins fegurð, en trúarbrögðin
aftur á móti kærleik. Veruleikinn skiptir megin máli en ekki nöfnin. Þannig
staðhæfir heimspekin engu síður en trúarbrögðin, að æðsta lifun mannsins sé
eining sjálfsveru og alveru, dýpsta tilfinning, andartak í tengslum við eilífð,
heildin meiri og voldugri en allir þættir hennar samanlagðir.
Ég hygg, að hver, sem hefur sannan áhuga á lifandi heimspeki, og les um-
ræddar bækur Brynjólfs Bjarnasonar af einlægni og alúð, verði mér sammála
um, að þær séu skrifaðar af fágætri samviskusemi og snilld.
105