Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
fylgi vizku, en hitt er kynlegt, sem stundum kann henda, að sú gæfa fyigi
vitrum manni að óviturlegt ráð snúist til hamingju.“
Eitthvert skýrasta dæmi um gæfumann, sem fylgir fyrirmynd Ágústínusar,
er að finna í Auðunar þætti vestfirzka. Þátturinn lýsir þremur takmörkum,
sem Auðun setur sér: fyrst að færa Sveini Danakonungi hvítabjörn; næst að
fara í pílagrímsför til Rómar; og síðan að hverfa aftur heim til Islands til að
hugsa um móður sína. En þessum takmörkum er engan veginn auðnáð, því
að ýmsar freistingar og hindranir verða á vegi hans. Þegar Auðun kemur til
Noregs frá Grænlandi, reynir Haraldur harðráði að fá hann til að selja sér
hjörninn, en Auðun er staðfastur og hvikar ekki frá settu marki. Þegar til
Danmerkur kemur, verður hann að biðja sér matar fyrir sig og dýrið, og
svo kemur að hann neyðist til að selja hálfan björninn til að geta haldið í
þeim lífinu. Allt um það auðnast honum að færa Sveini konungi dýrið. Nú
er hann um hríð með konungi og nýtur þar mikillar virðingar, en þá fýsir
hann í braut. Konungur bregzt illa við, unz Auðun segist ætla til Rómar. Á
leiðinni að sunnan tekur hann veiki og verður peningalaus, svo að hann
neyðist enn að biðja sér matar. Þó kemst hann norður til Danmerkur og
verður þá hirðmönnum konungs að atlilægi, en Sveinn reynist Auðuni vel
sem fyrr og leggur á hann mikla virðingu. Eftir nokkra dvöl í Danmörku
fýsir hann enn á braut, og þótt konungur bjóði honum góða stöðu með sér,
lætur Auðun það ekki aftra sér og hverfur aftur til íslands, þar sem móðir
hans er forsjálaus. í slíkum sögum eru ýmis atriði, sem rétt er að benda á,
enda skýra þau lokaorð sögunnar, að Auðun hafi þótt hinn mesti gæfumað-
ur. í fyrsta lagi eru það mörkin, sem Auðun setur sér, og hefur þegar verið
um þau getið. 011 eru þau lofsverð, sérstaklega pílagrímsförin og heimferð-
in. í öðru lagi er stöðuglyndi Auðunar merkilegt, hvort sem hann þolir
hungur, farartálma eða freistingar, þá lætur hann ekkert aftra sér frá því að
koma ákvörðunum sínum fram. I þessu sambandi er sérstaklega vert að geta
um boð Sveins konungs, er hann freistar Auðunar með virðingarstöðu í því
skyni að fá hann til að setjast að í Danmörku, en Auðun hafnar slíkum hoð-
um og heldur heim til íslands. í þriðja lagi er það eftirtektarvert um dæmi-
sögur á borð við Auðunar þátt, sem fjalla um gæfumenn, að maðurinn hlýtur
laun verka sinna. Sveinn konungur launar honum ríkulega fyrir bjarnar-
gjöfina, og Auðun gefur Haraldi konungi stórgjöf fyrir að leyfa honum að
fara til Danmerkur með björninn. En auk þess hlýtur Auðun þá umbun fyrir
suðurgöngu og tryggð við móður sína, að hann verður gæfumaður. Ham-
ingja hans er sjálfsköpuð. Þótt Auðunar þætti vestfirzka hafi oft verið lýst