Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 107
Um heimspekirit Brynjólfs Bjarnasonar lengj'a línur mannlegrar skynjunar eitthvað út fyrir varðhring hugtakanna, út fyrir áþreifanlega merkingu þeirra. — Hann vill, að maðurinn finni fótum sínum forráð, enginn rasi um ráð fram. Þetta er gamalt heilræði og nýtt í tvíþættri merkingu og víðtækri, ef rétt er skilið. Um stöðu mannsins í tilverunni — allieiminum segir hann: „Efnishyggjan er hinn eini mögulegi grundvöllur vísindanna og mannlegrar þekkingar. Leiturn vér að þekkingu, verður hún að vera reist á þeim grunni, ella verðum vér að láta trúna nægja. ... Þegar svo fast er að orði kveðið, er mikil nauðsyn, að enginn misskiln- ingur komist að, og að vér gerum oss Ijósa grein fyrir því, sem í hugtakinu felst. En fá hugtök hafa verið rangtúlkuð jafn herfilega og efnishyggjan. Einatt er hún látin tákna trúleysi, áhugaleysi um andleg málefni, umhugsun um munn og maga, vélrænan og jarð- bundinn hugsunarhátt, eigingirni eða allt þetta. ... Efnishyggja í heimspekilegum skilningi er ekkert annað en játning þess, að umheim- urinn sé raunverulegur, en ekki afurð vitundar vorrar. Og þessum raunveruleika gefur hún samheitið efni. ... Ut frá þessari forsendu getum vér aðeins fullyrt, að milli efnis- veruleikans og vitundarinnar er lögbundið samhengi. Þess vegna er efnisveruleikinn og vitundin eining, og efnishyggjan einhyggja. Hinn möguleikann er ekki hægt að útiloka, að vitund geti átt sér stað við önnur skilyrði en þau, sem vér þekkjum. ... Frá sjónar- miði efnishyggjunnar eru engin takmörk fyrir mögulegum veruleika, engin takmörk fyrir því hvaða veruleiki getur verið til, sem vér getum ekki skynjað eða öðlazt nokkra vitneskju um með tilstyrk þekkingartækja vorra, þeirra sem vér nú ráðum yfir. Það eru heldur engin takmörk fyrir þeirri þekkingu á veruleikanum, sem vér getum öðlazt með auknum líffræðilegum þroska ... Eins og áður er sagt er ekki hægt að útiloka þann möguleika, að vitund geti átt sér stað við önnur skilyrði en þau, er vér þekkjum. En ef vér höldum oss við þau skilyrði, sem vér þekkjum, þá hljótum vér að álykta, að vitundinni sé lokið með líkamsdauðanum.“ Gátan mikla, bls. 50-54. Síðar skrifar höfundur: „Vér höfum komizt að eftirfarandi niðurstöðu: Frá sjónarmiði efnisvísindanna virðist það mjög ólíklegt, jafnvel fráleitt, að til sé líf eftir líkamsdauðann. Frá öðru sjónarmiði virðist það enn fráleitara, að vitund einstaklingsins sé lokið með dauðanum." Gátan mikla, bls. 78. ... „Staðhæfingin um tilvist hins lögbundna hlutveruleika er því öruggust af öllum vorum staðhæfingum, því án hennar mundu allar aðrar missa gildi sitt. Hún er grund- völlur þeirra allra. Vér getum heldur ekki sannreynt, að til sé líf eftir dauðann, og engin vísindaleg stað- reynd rennir stoðum undir þá skoðun. En ef vér höfnum henni og gerum oss að fullu ljóst, hvað sú höfnun hefur í för með sér, ... þá hefur það örlagaríkar afleiðingar. ... Ef vér gerum ráð fyrir, að líf hvers einstaklings sé aðeins blossi í eilífðinni og að á und- an og eftir sé eilífur dauði, eilíft vitundarleysi, þá falla öll mannleg verðmæti dauð og ógild...... 7 TMM 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.