Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 127
Umsagnir um bœkur menntum Persa yfir á arabíska tungu. Af öllu þessu spratt upp eins konar víxlfrjóvg- un í menningarlegu tilliti og borgir eins og Cordóva á Spáni og Bagdad í Irak urðu glæstust vitni um þann ávöxt er þessi við- leitni bar. Evrópa týndi sinni fortíð og fann hana loks á ný er páfar hennar og menntamer.n höfðu setið við menntalindir hinna íslömsku Mára á Spáni. Þá hófst það tímabil í evrópskri sögu, sem nefnt hefur verið renaissance, endurreisr.artíma- bil. Að vísu verður hlutur hinna íslömsku villutrúarmanna aldrei viðurkenndur af þvergirðingsfullum menntamönnum kristn- um — en hann er raunveruleikinn á bak við renaissancinn engu að síður. En Evrópa var fljót að týna sjá'f.i sér á ný, menningarleg sundrung og kapítalismi brást við á annan hátt, er evrópskir heims- valdasinnar stóðu yfir höfuðsvörðum fornra menningarþjóða í austii og vestri. And- legur imperíalismi telur sig ekkert þurfa að þiggja af undirsátum sínum í menning- arlegum efnum - trú hinna undirokuðu er hjátrú, menning þeirra ómenning og frum- stæðingsháttur. Það er því etv. ekki einskær tilviljun að nú fyrst á síðustu áratugunum tveim til þrem eftir að hin fornu menningarlönd, sem verið höfðu hjálendur evrópsks auð- valds um aldir, hafa endurheimt frelsi sitt, þá sé sá sannleikur að renna upp fyrir vitrum mönnum hér á Vesturlöndum og nýrri kynslóð, að til sé önnur menning en evrópsk. Zenbúddismi fer eldi um hugi leit- andi æskumanna í Ameríku, hindúasiður er ekki lengur sérviskufull leit theosofista á Englandi og íslam og Múhameð eru ekki eingöngu af hinu illa eins og áður var kennt. Japan hefur upp á fleira að bjóða en júdó og tækniframleiðslu 20. aldar - líka forn ljóð, mikilfenglega myndlist og „hugmyndakerfi“ eins og Zen. Kína og Indland eru með sínum forna menningar- arfi á ný að taka sinn sess í sögu samtíðar. Og hingað upp á okkar strönd berast öld- ur þessara hræringa í útsænum mikla, við höfum kynnst við þetta allt í einhverri myr.d nú hin síðustu árin. A liðnu ári kom út lítil bók, sem ekki lætur mikið yfir sér fremur en þýðar.di hennar, bók sem þó er bókmenntaleg perla í þess orðs fyllstu merkingu. Hér er átt við bókina Kinversk IjóS jrá liðnum öldum1 í ' þýðingu Helga Hálfdar.arsonar, sem öðr- um íslendingum fremur hefur á síðustu árum auðgað bókmenntir okkar með snilldarþýðingum sínum úr erlendum tung- um. I þessu Ijóðakveri (sem þó er ekkert „kver“ hvorki að innihaldi né vö tum) er að finna íslenzka túlkun á kínverskum Ijóðum frá 4000 ára skeiði kínverskra bók- menr.ta. Það sem gerir þessar þýðingar Helga Hálfdanarsonar svo heillandi sem þær eru er ekki framandleiki ljóðanna einn, sá andblær af fjarlægum stöðum og ströndum sem þau flytja óneitanlega með sér, heldur kannski fyrst og fremst sú snilld þýðandans að geta varðveitt og fært í sannfærandi íslenzkan búning hugblæ þeirra og myndræn áhrif. Eins og allur mikill skáldskapur eru þessi Ijóð túlkun á dýpstu þrám og kenndum mannlegs lífs, ást og sorg, trega og harmi, en líka er þar að finna ilm úr sefi, hina einlægu frum- rænu lífsjátningu þess manns, sem veit að dýrast hnoss í þessu lífi er vinátta góðra granna og gróinn akur ofar öllu keisarans hefðarsta di. Ljóðin eru óður til lífsins í öllum þess innstu og dýpstu myndum, þau verða því seiðmagnaður draumur um það týnda land ævintýrs og yndis sem tækni- menni 20. aldar hafa týnt en þrá í fylgsn- um hjartans. Þessar línur eiga fyrst og fremst að flytja þakkir þýðanda ljóðanna og til höf- unda þeirra, sem horfnir eru inn í rökkur 1 Heimskringla 1973. 148 bls. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.