Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
uð sérstakt. Ég veit ekki kvers vegna þú ert svona þrár; ég má til með að
hugsa þetta, þú ert þúngur að reisa við, þú finnur þig kannski hljóta ein-
kverja upprisu æru þinnar þegar þú tekur að líða fyrir heiminn og spyrð
Kvað hef ég gert af mér? Héravörin er mein í lífi þínu, það er kannski hún
sem hefur gert þig að þessum aumíngja, það þarf ekki mikið til að hrjóta
mann, jafnvel skuggi af manni getur drepið hann, því ertu svona feiminn,
a? ekki nógu ánægður með sjálfan þig? það er ekki að furða, þetta er ekki
til að hlæja að. Ég kenni í brjósti um þig, er það ekki nóg. Það er ekki viðlit
að bjarga þér. Þið fáið mig ekki til þess, segir þú, ég get ekki svikið ást
mína! Manni gefur Tjúlla þíngmanni bendíngu um að berja þig, nennir ekki
að segja orðin, Tjúlli bíður eftir að ég stilli þér upp á ný, nenni ég því, kvað
er ómaksins vert, kverju á maður að trúa, ef þetta er drykkja lángar mig í
meir, svo miðar Tjúlli og lætur hnefann vaða. Þetta er þýngsta höggið, ég
er hætt að vita af þér, ég held mér sé nokkurn veginn sama um allt, ég horfi
á þig þegar ég er búinu að stilla þér upp fyrir annað högg, varir þínar titra
vegna þeirrar takmarkalausu fyrirlitníngar sem við komumst ekki hjá að
sýna þér, þú ert alla vega smurður hráka, hárið ógeðslega saklaust í þessari
sjúgandi sumarsvækju, það er ekkert gaman að heyra í þér stamið, þú kiprar
saman varirnar líkt og skepna sem er verið að pína, þú lætur okkur fara með
þig einsog okkur sýnist, er það ekki ógeðslegt. Þú horfir skáhallt til lofts og
minnir mann á einkvers konar Krist sem er að horfa á Tónverk í sumar-
svækjunni, eða kvað, varir þínar hreyfast einsog þú værir að tala við loft-
kennda veru, er það kannski Tónverkið, er það fyrir ofan bílinn. Kvert er
farið, tekur því að vita það, bíllinn er víst dauðadrukkinn því hérna gefst
hann upp, kvers vegna hér fremur en annars staðar, er nokkurt rúmskyn
fremur en vant er í rosadrykkju. Þetta er víst um hálftíma ferð frá borginni,
kvaða máli skiptir það, það er yfirþyrmandi svækja og best að Ijúka því af,
túngan þurr af leiða, meir gaman að spila póker á Skálanum, maður verður
holur af leiðindum.
Hermann ekur nokkurn spöl út af veginum þar sem ekki sést til okkar,
okkur er víst ætlað að gánga niður á strönd með þig í eftirdragi, við teymum
þig á eftir okkur einsog hest, Manni um það, hann er varla svo mikill svíðing-
ur að hann bjóði okkur Tjúlla ekki í fallegt hóf á eftir (á hann þíngið?), við
Tjúlli verðum að ná góðu taki á sitt kvorri jakkaerminni þinni svo þú slitnir
ekki frá okkur, við höldum til strandar með þig, þú ert ekki þrár, dirfist ekki
að hreyfa litla fíngur gegn þessu ævintýri sem við erum að leiða þig í, það
er ógeðslegt, svo við ýtum þér á undan, það er óhætt, spyrnum kurteislega í
32