Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 63
Hlutdrœgni vísindanna sérhagsmunum. Þetta er semsé eðli hinnar borgaralegu yfirborðshlutlægni auðvaldsins og hér er jafnframt að finna forsendu þess, að sú hugmynda- fræði, sem undir bjó, var ekki brotin til mergjar. Til samræmis við trúna á hið ímyndaða réttarríki, sem á að vera hafið yfir alla flokkadrætti, er sú vöntun á hugmyndafræðilegri meðvitund, sem einkennir velflesta borgara- lega vísindamenn. Þarmeð erum við komin að kviku þeirrar hlutdrægni sem er viðloðandi borgaralega hugsun. Oft er hér beitt djúphugsuðum aðferðum til að dylja hinn rétta lit. Reynt er að bægja frá hverskyns umræðu um raunverulegt innihald þessarar hugsunar og viðhalda þeirri formyrkvan vitundarinnar, sem auðvaldinu stafar beinn hagnaður af. Það væri reyndar ekki vel til fund- ið að nota hugtakið hlutdrægni, þegar um er að ræða beina meðvitaða mútuþægni við Wallstreet, sem mjög hefur færst í aukana á síðustu tímum. Þessháttar fyrirbrigði er ekki unnt að setja undir sama hatl og falslausa hlutdrægni borgaralegrar hugsunar fyrri tíma. Það var einkenni þeirrar hugsunar, að hún var enn trúuð á, eða vildi vera trúuð á hlutlæga afstöðu sína. Það skilur hana frá öllum þeim sem vísvitandi sigla undir fölsku flaggi. Annað er það, að í borgaralegri hugsun fyrri tíma leyndist enn vaxtarbrodd- ur hugmyndafræði og vísinda, sem ekki verður sagt um þankagang falsspá- manna okkar tíma. Þrátt fyrir, ef ekki einmitt vegna þessarar sannfæringar um algerlega hlutlæga afstöðu, kemur hlutdrægnin í garð eigin stéttar her- lega í ljós hjá glæstustu riddurum hinna borgaralegu vísinda, meðan þau enn voru og hétu. Mommsen3 veittist, svo dæmi sé nefnt, að kirkjulegri sagn- ritun Martins Spahn, í nafni þess sem Mommsen vildi kalla „skilyrðislaus vísindi“ (voraussetzungslose Wissenschaft), en sjálfur skrifaði Mommsen síður en svo á „skilyrðislausan“ hátt. Skrif hans voru þvert á móti með póli- tískum lit. Ilann fjallaði um hið liðna á sama hátt og um samtímaatburði væri að ræða. Að hætti frjálslyndra manna, aðdáenda glæsilegra mikilmenna, tók hann fyrir hrifningar sakir afstöðu með Cesari. Annað dæmi um marg- breytilega hlutdrægni hans var, að sem lýðrœðissinni og fyrrum þátttakandi í uppreisninni 1848, sneiðir hann með öllu hjá rómverska keisaratímabilinu og lýsir því hvergi. Mommsen leit á Cesar sem flokksbróður sinn, rómverska herkonungavaldið var hinsvegar óvinur af andstæðum flokki. Það er því auð- sætt, að til grundvallar sögulegum dómum Mommsens liggur pólitískt mat. Af stéttarlegum ástæðum auðnaðist Mommsen reyndar aldrei að komast að kviku rómverskrar sögu, en slík athugun hefði orðið að byggjast á úttekt á jarðeignaskipaninni. Hlutdræg afstaða hans kom og í veg fyrir það, að hon- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.